[Gandur] Leiðsögn um Undrabörn - Einar Falur Ingólfsson "eys úr viskubrunnum" 8. jan. kl. 12:05 í Þjóðminjasafninu

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Jan 4 16:36:37 GMT 2008


Leiðsögn um Undrabörn
Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari og nemandi Mary Ellen Mark ,,eys úr 
viskubrunnum“ um sýningu hennar í Þjóðminjasafninu 8. janúar klukkan 12:05
Þriðjudaginn 8. janúar klukkan 12:05 verður fyrsta sérfræðileiðsögn 
Þjóðminjasafnsins á nýju ári. Að þessu sinni býðst gestum leiðsögn hjá 
Einari Fali Ingólfssyni ljósmyndara um ljósmyndasýninguna Undrabörn sem nú 
stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Þar getur að líta myndir sem 
hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari Mary Ellen Mark hefur tekið af 
fötluðum börnum á Íslandi. 
Ljósmyndirnar sýna veruleika þessara barna í samtímanum, en Mary Ellen 
Mark er þekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann. Á 
sýningunni er sjónum einnig beint að skólaumhverfi barnanna í ljósmyndum 
Ívars Brynjólfssonar á Veggnum og listsköpun barnanna sjálfra er til sýnis 
í anddyrinu.
Í tengslum við sýninguna Undrabörn gaf Þjóðminjasafn Íslands út samnefnda 
bók með ljósmyndum Mary Ellen Mark og Ívars Brynjólfssonar. Bókin hefur 
verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og 
bóka almenns efnis árið 2007. Einar Falur Ingólfsson ritar inngang en 
formáli er eftir Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð.
Nú gefst tækifæri til að fá leiðsögn um sýninguna en brátt verða síðustu 
forvöð að sjá hana. Vegna mikillar aðsóknar og góðra undirtekta hefur þó 
verið ákveðið að framlengja henni til 3. febrúar.
Einar Falur Ingólfsson hefur á síðustu tveimur áratugum unnið með Mary 
Ellen Mark að ýmsum verkefnum, bæði í Bandaríkjunum og hér á landi. Meðal 
kunnustu verkefna hennar eru líf heimilislausra ungmenna í Seattle, starf 
líknarstofnunar móður Teresu í Kolkata, vændishús í Mumbay og lífið í 
indversku fjölleikahúsi.
Í leiðsögninni á þriðjudaginn mun Einar Falur fjalla um aðdraganda 
sýningarinnar í Þjóðminjasafninu og verkefnið almennt. Hann mun rekja 
feril Mary Ellen Mark og kvikmyndagerðarmannsins Martin Bell sem starfaði 
með henni við undirbúning og segja frá hugmyndum listamannanna um 
verkefnið.
Martin Bell gerði heimildamynd um Alexander Viðar Pálsson, einn nemanda 
Öskjuhlíðarskóla, og er hún sýnd daglega frá klukkan 13 í fyrirlestrarsal 
Þjóðminjasafnsins meðan á ljósmyndasýningunni stendur. Milli ljósmynda 
Mary Ellen Mark og kvikmyndar Martin Bell er mikilvægt samspil sem dýpkað 
getur upplifunina af sýningunni í heild. Þeir sem skoða sýninguna eða 
bókina ættu því ekki að láta kvikmyndina fram hjá sér fara.
Mary Ellen Mark kom til Íslands á árið 2006 og myndaði meðal annars 
nemendur í Öskjuhlíðarskóla en hún heillaðist mjög af því starfi sem þar 
er unnið. Í kjölfarið leitaði Þjóðminjasafn Íslands eftir samstarfi við 
hana um að ljósmynda líf fatlaðra barna á Íslandi. Myndataka Mary Ellen 
Mark fyrir sýninguna fór aðallega fram í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla 
og Lyngási.
Þetta metnaðarfulla verkefni hlaut meðal annars styrk úr Menningarsjóði 
Glitnis. Árangurinn er sýningin Undrabörn og samnefnd sýningarbók.
Fólk er hvatt til að fjölmenna á leiðsögn Einars Fals Ingólfssonar 8. 
janúar en sýningin stendur til 3. febrúar.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080104/ad393250/attachment.html


More information about the Gandur mailing list