[Gandur] Fyrirlestur um munnlega sagnageymd

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Feb 19 17:59:00 GMT 2008


Tilkynning frá Minni, félagi um munnlegan menningararf.

Júlíana Þ. Magnúsdóttir þjóðfræðingur heldur fyrirlestur á vegum félagsins
sem hún kallar: 20. aldar arfsagnageymd og sagnasamfélag „milli Sanda“.

Í erindinu verður stiklað á stóru um hljóðritaðan sagnasjóð sagnamanna í
og frá austurhéraði Vestur-Skaftafellssýslu frá árunum 1963-2006 og
athugað hvað hann hefur að segja um samband umhverfis og samfélagsgerðar
við mótun og myndun sagna og sagnamenningar.

Að fyrirlestrinum loknum verður aðalfundur félagsins haldinn. Á dagskrá
eru lögboðin aðalfundarstörf.

Dagskráin fer fram í Þjóðarbókhlöðunni fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17.

Allir velkomnir!

Rósa Þorsteinsdóttir




More information about the Gandur mailing list