[Gandur] RÉTTUR TIL MENNIINGAR - málþing og sýning í LHÍ á morgun

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir olofg at lhi.is
Wed Feb 13 10:08:31 GMT 2008



Háskólafundaröð
Ísland á alþjóðavettvangi – erindi og ávinningur

Réttur til menningar – íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæðingar

Málþing í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi
Sýning í Kubbnum
Fimmtudaginn 14. febrúar  kl. 10-12

Málþinginu verður netvarpað beint á heimasíðunni  
www.utanrikisraduneyti.is/haskolafundarod

Fyrirlesarar ræða út frá mismunandi sjónarhornum fræða og lista um  
íslenskan menningararf með áherslu á réttinn til afnota. Álitamál  
verða rökrædd s.s. höfundaréttur á menningararfi, réttindi og skyldur  
þegna til menningararfsins, áhrif hnattvæðingar og tengsl átaka og  
menningar í því sambandi.  Segja má að átakalínur í heiminum í dag  
markist að miklu leyti af menningu og sjálfsmynd, ekki síst fyrir  
tilstilli hnattvæðingar og aukinna náinna samskipta milli fólks af  
ólíkum uppruna. Listir og menning eru einn sá brunnur sem leitað er í  
við sköpun sjálfsmyndar,  en réttur eintaklinga til að gera tilkall  
til menningararfs er ekki alltaf augljós.

Dagskrá

Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands
Setning málþings

Ingibjörg Sólrún Gísaldóttir, utanríkisráðherra
Ávarp

Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild HÍ og framkvæmdastjóri STEFs
Höfundaréttur og menningararfur

Ólafur Rastrick, sagnfræðingur
Mishljómar í menningararfsorðræðunni

Dr. Sveinn Einarsson, leikstjóri og fyrrv. stjórnarmaður UNESCOs í París
       UNESCO og menningarstefna samtakanna

Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun við LHÍ
Frummyndin, eftirmyndin og eignaréttur hugmynda

Umræður

Sýning í Kubbnum
Nemendur í vöruhönnun við LHÍ sýna afrakstur úr námskeiðinu “Íslensk  
menning er sérstakur hljómur”, sem haldið hefur verið undanfarin ár í  
samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands.
Íslensk stjórnvöld efna til háskólafundaraðarinnar í vetur í samvinnu  
við alla háskóla landsins, átta talsins. Markmið hennar er að hvetja  
til aukinnar upplýstrar umræðu um alþjóðamál á Íslandi. Á fundunum  
verður lögð áhersla á stöðu og hlutverk Íslands á alþjóðavettvangi,  
auk þess að fjalla um  þátttöku Íslands í alþjóðastarfi og einstök  
verkefni, ekki síst framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Utanríkisráðherra efnir einnig til kynningarfunds um menningarstarf  
utanríkisþjónustunnar og áherslur í ímyndaruppbyggingu stjórnvalda  
erlendis fyrir Ísland. Íslenska hátíðin "Iceland on the Edge" verður  
kynnt á fundinum, en hún verður formlega opnuð í Brussel þann 26.  
febrúar nk. Hátíðin er stærsta landkynningar- og menningarverkefnið  
sem íslensk stjórnvöld, í samvinnu við fjölmarga aðila, efna til  
erlendis á árinu 2008.   Kynningarfundurinn hefst í Listaháskólanum  
kl. 12:00, Laugarnesi, allir velkomnir.

__________________
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir
Forstöðumaður Rannsóknaþjónustu/Director of Research Service Center
Listaháskóli Íslands/Iceland Academy of the Arts
Skipholt 1, 105 Reykjavík
tel +354 545 2211, 699 7066 (moblie)
fax +354 5623629
http://www.lhi.is




-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080213/878a2241/attachment.html


More information about the Gandur mailing list