[Gandur] Hvað er að heyra? Varðveisla munnlegra heimilda - fyrirlestur Sagnfræðingafélagsins 12. feb. kl. 12:05

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Mon Feb 11 15:00:30 GMT 2008


Hvað er að heyra?
Varðveisla munnlegra heimilda

Þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 12:05-12:55 flytur Unnur María 
Bergsveinsdóttir erindi í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags 
Íslands. Fyrirlesturinn Hvað er að heyra? fjallar um varðveislu munnlegra 
heimilda og er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Munnleg saga 
hefur í seinni tíð hlotið fulla viðurkenningu sem sagnfræðileg aðferð og 
nýtur sívaxandi vinsælda meðal þeirra sem fást við samtímasögu.

Enn þá er bein íhlutun fræðimannsins í tilurð þeirrar heimilda sem hann 
fæst við þó sterkt einkenni aðferðarinnar, sér í lagi hér á Íslandi. Þetta 
má að miklu leyti rekja til þeirrar staðreyndar að varðveisla munnlegra 
heimilda einkennist enn í dag, hérlendis sem erlendis, af bæði óvissu hvað 
verklagi viðvíkur og skorti á samræðu um ýmis grunnatriði. Þetta veldur 
því að munnlegar heimildir eru í mörgum tilfellum lítt aðgengilegar öðrum 
en þeim sem þær skópu. Umfjöllunarefni erindisins eru þær spurningar sem 
varðveisla munnlegra heimilda vekur auk þess sem skyggnst verður í 
geymslur íslenskra safna og spurt, hvað er að heyra?
Unnur María Bergsveinsdóttir er verkefnastjóri hjá Miðstöð munnlegrar 
sögu.
Frekari upplýsingar veitir Guðbrandur Benediktsson, varaformaður 
Sagnfræðingafélags Íslands www.sagnfraedingafelag.net




Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080211/d45e82be/attachment.html


More information about the Gandur mailing list