[Gandur] Sagnakvöld

Eydís Björnsdóttir eydisb at hi.is
Tue Apr 22 09:14:45 GMT 2008


Sagnakvöld í Fræðasetrinu í Sandgerði

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl. 20-22 verður sagnakvöld í
Fræðasetrinu í Sandgerði  í boði Sandgerðisbæjar, Fræðasetursins og sjf
menningarmiðlunar.

Síðasti geirfuglinn. Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræðasetursins mun
segja sögur af síðasta geirfuglinum, sem var felldur við Geirfuglasker
árið 1844 og öðrum nágrönnum hans, eins og skarfa og súlu.

Hvalaskoðun. Helga Ingimundardóttir, leiðsögumaður er þekkt m.a. fyrir
hvalaskoðunarferðir sínar en hún hefur rekið hvalaskoðunarfyrirtækið, Moby
Dick í mörg ár. Hún mun segja frá starfseminni, hvölum og ýmsu öðru sem 
hún hefur kynnst í ferðum sínum.

Sáðmenn sandanna.  Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur tók saman efni í
bókina, Sáðmenn sandanna á aldarafmæli landgræðslu árið 2007. Friðrik mun
segja frá hvernig Íslendingar sneru vörn í sókn, stöðvuðu uppblástur á
verstu foksvæðunum, björguðu byggðum og klæddu landið fögrum litum gróðurs
á ný en Sandgerði var ein af þeim byggðum.

Á milli atriða verður fjöldasöngur og heitt á könnunni. Tilvalið er að
taka með sér vinkonur og vini og skella sér á sagnakvöld og njóta
menningararfleiðar.
Bókin, Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggir á efni fyrri sagnakvölda
verður á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld.
www.sjfmenningarmidlun.is


-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: =?iso-8859-1?Q?Sagnakv=F6ld_=ED_Fr=E6=F0asetrinu_=ED_Sandger=F01-.doc?=
Type: application/msword
Size: 25600 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20080422/3c74a1bf/iso-8859-1QSagnakvF6ld_ED_FrE6F0asetrinu_ED_SandgerF01--0001.dot


More information about the Gandur mailing list