[Gandur] Útlagar í Íslendingasögunum

Bryndís Reynisdóttir bryndisr at hi.is
Sat Nov 24 16:57:34 GMT 2007


Fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi 28.nóvember.

Miðvikudaginn 28.nóvember heldur Joonas Ahola frá Háskólanum í Helsinki
fyrirlesturinn: The Saga Outlaw and Medieval Iceland.

Í fyrirlestrinum mun Joonas Ahola greina frá efni doktorsverkefnis síns
við Þjóðfræðideild Háskólans í Helsinki, en þetta verkefni fjallar um
útlaga í íslenskum miðaldahandritum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku
og er öllum opinn.

Nánar um efni fyrirlestursins: Erindinu er ætlað að svara spurningunni um
hvert var mikilvægi frásagna um útlaga íslenskra fornrita á þeim tíma sem
þau voru rituð. Farið verður ofan í saumana á merkingu útlagafrásagna í
Íslendingasögunum í stuttu máli og rætt hvað nútímarannsóknir geta sagt
okkur um mismunandi þýðingu textanna fyrir ritara þeirra og áheyrendur.

Fyrirlesturinn verða haldinn í húsi Sögufélagsins við Fischersund 3 og
hefst klukkan 20:00.

Með kveðju fyrir hönd félagsins
Bryndís Reynisdóttir
tel.: (354) 866-5952





More information about the Gandur mailing list