[Gandur] Hátíðardagskrá í Þjóðminjasafni Íslands í tilefni af 70 ára afmæli Þórs Magnússonar 18. nóv. kl. 15-17

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Nov 15 14:02:30 GMT 2007


Hátíðardagskrá í Þjóðminjasafni Íslands
í tilefni af 70 ára afmæli Þórs Magnússonar
sunnudaginn 18. nóvember kl. 15-17

Þór Magnússon verður sjötugur þann 18. nóvember næstkomandi og verður 
afmælisdagskrá til heiðurs honum í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 
klukkan 15-17 á afmælisdaginn. Þór gegndi starfi þjóðminjavarðar á árunum 
1968-2000. 

Dagskráin hefst með ávarpi Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar. 
Síðan flytur Ole Villumsen Krog silfursérfræðingur fyrirlestur um 
silfurskráningu og rannsóknir á íslensku og dönsku silfri sem fram fóru á 
vegum safnsins á árunum 1978-1980. Fyrirlesturinn verður gefinn út í 
ritröðinni Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright..
Eftir kaffihlé flytur Þór Magnússon sjálfur stuttan fyrirlestur og 
undirrituð verður yfirlýsing Þjóðminjasafnsins og Þórs um útgáfu bókar um 
íslenskt silfur og rannsóknir hans á því efni.
Þjóðminjasafnið mun á næstunni jafnframt gefa út bók  með völdum greinum 
eftir Þór sem ber heitið Á minjaslóð. Safn ritgerða og ljósmynda gefið út 
í tilefni sjötugsafmælis höfundar 18. nóvember 2007. Greinarnar spanna 
efni sem tengist silfur- og gullsmíði, fornleifum, byggingarsögu, 
útskurði, þjóðháttum, bókbandi, minningarmörkum og sagnaþáttum. Sýnishorn 
úr merku ljósmyndasafni Þórs, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Íslands, 
verður einnig birt. Auk þess verður heildarritaskrá Þórs Magnússonar í 
bókinni, skrif á tímabilinu 1959-2007.

Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20071115/9bd3b914/attachment.html


More information about the Gandur mailing list