<div align=center>
<br><font size=4 face="Times New Roman">100 ára afmæli þjóðminjavörslunnar</font>
<br><font size=3 face="sans-serif">Opið hús í Þjóðminjasafninu 16. nóvember</font></div>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þann 16. nóvember 2007 verður haldið
upp á 100 ára afmæli þjóðminjavörslunnar á Íslandi. Af þessu tilefni verður
opið hús í Þjóðminjasafni Íslands með ókeypis aðgangi. Klukkan 12 flytur
Guðmundur Ólafsson fagstjóri fornleifa stutt erindi um þjóðminjavörslu
í landinu.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Afmælisár þjóðminjavörslunnar miðast
við setningu laga um verndun fornminja árið 1907. Lögin fjölluðu um friðun
og varðveislu fornminja í landinu, en tóku til safnsins á þann hátt að
svo var ákveðið að fornminjavörður skyldi vera forstöðumaður þess. Á þann
hátt tengdust fornminjavarslan og safnið órofa böndum. Í framhaldi af setningu
laganna var fyrsti fornminjavörðurinn, Matthías Þórðarson, skipaður í ársbyrjun
1908.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Eftir erindi Guðmundar kemur Unnur
Guðjónsdóttir fram í faldbúningi, fer með ljóð eftir Jónas Hallgrímsson
og minningarorð um hann, en á þessum degi eru jafnframt liðin 200 ár frá
fæðingu þjóðskáldsins.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Sérfræðingar safnsins verða á staðnum
milli 12 og 14 og eru boðnir og búnir að fræða gesti um safngripi og sýningar.
Sérfræðingarnir áttu þátt í sköpun grunnsýningar Þjóðminjasafnsins á sínum
tíma og eru sérfróðir um mismunandi svið hennar.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Auk Guðmundar Ólafssonar má nefna
Þóru Kristjánsdóttur listfræðing, Þorvald Böðvarsson fagstjóra skráningar
sem er höfundur að framsetningu </font><a href=http://thjodminjasafn.is/syningar/grunnsyningar/timabil/nr/2304><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>20.
aldarinnar</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman"> og Ingu Láru
Baldvinsdóttur fagstjóra Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafninu sem
stýrði að </font><a href=http://thjodminjasafn.is/syningar/grunnsyningar/ljosmyndir/nr/2310><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>Aldarspeglinum</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman">
og </font><a href=http://thjodminjasafn.is/syningar/grunnsyningar/ljosmyndir/nr/2311><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>skjámyndasýningum</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman">
með ljósmyndum. Fleiri sérfræðingar verða á staðnum.</font>
<p>
<p><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=3 face="Times New Roman">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>
<br>