[Gandur] Erindi af Oral Documents in Nordic History aðgengileg á vef

Unnur María. Bergsveinsdóttir unnurm at bok.hi.is
Fri Feb 9 17:00:49 GMT 2007


Miðstöð munnlegrar sögu var formlega opnuð föstudaginn 26. janúar s.l. og var athöfnin vel sótt. Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður bauð gesti velkomna og Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra opnaði heimasíðu Miðstöðvarinnar. Auk upplýsinga af ýmsu tagi getur á heimasíðunni að líta þrjár vefsýningar þar sem fjallað er um fyrsta flóttamanninn á Íslandi, stríðsárin í Danmörku út frá reynslu íslensk/danskrar fjölskyldu og sagt er frá íslenskri sveitakennslu um aldamótin 1900. Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands hélt tölu fyrir hönd Sagnfræðistofnunar og Dr. Lauri Harvilathi, forstöðumaður Folklore Archives, Finnish Literature Society í Helsinki, hélt hátíðarræðu.

 

Miðstöðinni bárust góðar gjafir í tilefni dagsins. Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður og kona hans Anna K. Kristjánsdóttir gáfu Miðstöð munnlegrar sögu safn viðtala, bæði hljóð- og myndupptökur, þar sem sagt er frá mönnum og málefnum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, afhenti Miðstöðinni kasettusafn Sagnfræðistofnunnar til varðveislu. 

Miðstöðin stóð daginn eftir opnunina fyrir málþinginu Oral Documents in Nordic History. Fór þingið fram í Odda og var vel sótt. Frummælendur voru Dr. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, Dr. Lauri Harvilathi, forstöðumaður Folklore Archives, Finnish Literature Society í Helsinki og Britta Bjerrum Mortensen, cand.scient., fræðimaður á Dansk folkemindesamling í Kaupmannahöfn. Að loknun flutningi erinda fóru fram pallborðsumræður þar sem rætt var vítt og breitt um munnlegar heimildir í norrænu samhengi. Hægt er að hlýða á upptökur erindanna á vef Miðstöðvarinnar (http://munnlegsaga.is/page/mms_starfssemi_malthing1).

Allir þeir sem áhuga hafa á munnlegri sögu og heimildum eru hvattir til að heimsækja vef Miðstöðvarinnar og kynna sér starfssemi hennar á vefslóðinni http://www.munnlegsaga.is

F.h. Miðstöðvar munnlegrar sögu, 

Unnur María Bergsveinsdóttir

 

 

----

Unnur María Bergsveinsdóttir

Miðstöð munnlegrar sögu
 
Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Arngrímsgötu 3
107 Reykjavík
 
sími: 525-5776
gsm: 691-0374
netfang: unnurm at bok.hi.is 
vefsíða: www.munnlegsaga.is

 

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070209/c6efd9a6/attachment.html


More information about the Gandur mailing list