[Gandur] Mannfr æð i á 21. ö ld

mi at akademia.is mi at akademia.is
Thu Aug 9 11:21:46 GMT 2007


Mannfræðingar á Íslandi munu koma saman til að kynna viðfangsefni sín á ráðstefnu í Háskóla Íslands 16. &#8211 17. ágúst n.k. Komið verður víða við, bæði í fræðilegum skilningi og landfræðilegum. Fyrirlesarar hafa sótt menntun sína víða og hefur verið mikil fjölbreytni í rannsóknum þeirra. Á dagskrá verða erindi sem fjalla um allt frá innflytjendamálum og kynjafræði til ímynda og efnismenningar. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til ráðstefnu þar sem tekið verður á hinum ýmsu fræðilegu nálgunum sem mannfræðin býður upp á. Að ráðstefnunni standa Mannfræðistofnun Háskóla Íslands, Mannfræðiskor Háskóla Íslands, Mannfræðifélag Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Nánari upplýsingar á www.akademia.is/mi.

f.h. Mannfræðifélags Íslands,
Anna Lísa Rúnarsdóttir



More information about the Gandur mailing list