[Gandur] Faldafeykir: Hliðarspor

Adalheidur Gudmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Aug 8 23:03:06 GMT 2007


Hliðarspor,

sýning Faldafeykis
í Listmunahorninu Árbæjarsafni
11. ágúst til 30. september 2007.

Sýningin opnar laugardaginn 11.ágúst kl. 15.00.


Faldafeykir  -  Hliðarspor…

Undanfarin ár hefur áhugi á hefðbundnu handverki aukist til muna  
meðal handverksfólks og hönnuða.
Mikil vakning hefur orðið á því að rýna í minni og hefðir fyrri tíma  
til að þróa hugmyndir og handverk í samtímaverk.
Í september næstkomandi verður haldið þing heimilisiðnaðarfélaga á  
Norðurlöndum í Reykjavík.
Þema þingsins er „Handverkshefð í hönnun“. Tilefni þessarar sýningar  
er innskot í þá umræðu.



Heimilisiðnaðarfélag Íslands

var stofnað 12. júlí 1913.
Markmið félagsins eru að viðhalda þjóðlegum íslenskum heimilisiðnaði,  
auka hann og efla og stuðla að vöndun hans og fegurð. Einnig að vekja  
áhuga landsmanna á því að framleiða fallega og nytsama hluti, er hæfa  
kröfum nýs tíma en hafa rót sína í hinum gamla og þjóðlega  
menningararfi.
Árgjald í Heimilisiðnaðarfélag Íslands er 4.200 kr.
Innifalið er ársrit félagsins, fréttabréf og 10% afsláttur af  
námskeiðum skólans og af vörum í Þjónustudeildinni.

  
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20070808/99912d57/attachment.html


More information about the Gandur mailing list