[Gandur] Gönguferð

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Apr 25 09:21:16 GMT 2007



Menningar- og sögutengd ganga um  Þórkötlustaðahverfið, sögusvið  
fjárbúskapar og sjómennsku í Grindavík.


Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og  
Saltfiskssetursins verður laugardaginn 28. apríl. og hefst kl. 11:00.  
Ganganhefst við nýtt söguskilti af Þórkötlustaðahverfi, sögusviði  
fjárbúskapar og sjómennsku.  Skiltið er við fjárréttina.

Genginn verður hringur um  hverfið m.a. að þeim stað þar sem að  
þjóðsagan segir að dys Þórkötlu sé. Komið verður við á Þórkötlustöðum  
III þar sem álagasteinninn Herodes er. Gengið verður að Buðlungavör,  
Klöpp og gengið til baka meðfram strandlengjunni að Hraunkoti eftir  
gömlu götunum og gömlu réttinni að upphafsstað göngu.Ýmislegt verður  
skoðað sem  fyrir augu ber á leiðinni. Leiðsögumenn Reykjaness sjá um  
fræðsluna og leiða gönguna. Reynt verður að gera gönguna bæði  
skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Gangan endar við  
Auðsholt en þar verður kaffisala í tilefni dagsins. Jafnframt verður  
hægt að kaupa sögukort af Þórkötlustaðahverfinu.
Gangan tekur um einn og hálfan  klukkutíma með fræðslustoppum. Fólk  
búi sig eftir veðri.










More information about the Gandur mailing list