[Gandur] Aðalfundur + þemakvöld

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Mon Apr 23 09:46:24 GMT 2007


Félag þjóðfræðinga á Íslandi boðar til aðalfundar fimmtudaginn 26.  
apríl kl. 19.30. Fundurinn verður haldinn í húsi Sögufélagsins við  
Fischersund.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. fundur settur
2. fundarritari og fundarstjóri skipaður
3. skýrsla stjórnar
4. skýrsla gjaldkera
5. kjör stjórnar
6. önnur mál
7. fundi slitið

ÉG MINNI Á LAUSAR STÖÐUR Í STJÓRN: HAFIÐ SAMBAND SEM FYRST

Að aðalfundi loknum, kl. 20.00 verður hefðbundið þemakvöld: Munnleg  
hefð og eddukvæði / Oral Tradition and Eddic Poetry.

Frog, doktorsnemi við University College, London og Gísli Sigurðsson,  
rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum  
fjalla um eddukvæði sem vitnisburð um lifandi hefð munnlegs kveðskapar.

Fyrirlesarar munu báðir leggja áherslu á eddukvæði, en þó munu þeir  
einnig líta á annars konar heimildir frá norrænu menningarsvæði, sem  
og munnlega hefð annars staðar í heiminum til samanburðar. Leitast  
verður við að gefa áheyrendum innsýn í þá munnlegu hefð sem liggur að  
baki varðveittum eddukvæðum og eddukvæðabrotum. Frog mun tala á ensku.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Stjórnin

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh








More information about the Gandur mailing list