[Gandur] Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Tue Apr 3 11:24:49 GMT 2007


Fyrirlestur á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi á morgun,   
miðvikudaginn 4. apríl kl. 17.15 í Odda, st. 101.

Helga Einarsdóttir þjóðfræðingur kynnir efni MA-ritgerðar sinnar við  
háskólann í Cork á Írlandi. Ritgerðin ber titilinn „Healers, Warriors  
and Virgin Mothers: the role of Irish supernatural females“.

Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar: Ímyndir og hlutverk írskra  
yfirnáttúrlegra kvenna

Fyrirlesturinn mun fjalla um breyttar ímyndir írskra yfirnáttúrlegra  
kvenna frá heiðnum tíma til nútíma kaþólsks samfélags. Þróun og  
breytingar þessara kvenímynda verða ræddar í menningar- og trúarlegu  
samhengi með áherslu á breytt kynhlutverk við kristnitöku.  
Áframhaldandi mikilvægi og áhrif yfirnáttúrlegra kvenna verða  
sérstaklega skoðuð í ljósi vinsælda Maríu meyjar í daglegu lífi og  
trúariðkun Íra.

Með kveðju fyrir hönd félagsins,

Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh








More information about the Gandur mailing list