[Gandur] KVIKSAGA Í KVÖLD: Frásagnamenning og mótstaða í nútímaborgum

Kristinn Schram kristinn at akademia.is
Tue Apr 3 10:32:40 GMT 2007


KVIKSAGA KYNNIR:

Frásagnamenning og mótstaða í nútímaborgum

Tjarnarbíó, í kvöld, þriðjudaginn 3. apríl kl. 20:00

Our Nation: A Korean Punk Rock Community (2002)- Stephen Epstein og  
Tim Tangherlini

Talking Trauma – Tim Tangherlini   (1995)

Verk í vinnslu: Negotating the City (stutt sýnishorn) – Kristinn Schram

Um myndirnar

Aðalmynd kvöldsins Our Nation, gerist í kjölfar alþjóðavæðingar og  
batnandi efnahags í Suður-Kóreu en þá spruttu upp nýjir  
menningarkimar ungs fólks. Frá 1994 – 1999 fylgdust  
heimildamyndargerðarmennirnir með næturklúbbnum Drug og uppkomu  
hljómsveitanna Crying Nut og Yellow Kitchen.  Mynd þeirra skoðar þær  
flóknu leiðir sem ungt fólk fer til að skapa eigin sjálfsmynd í á  
margan hátt íhaldsömu þjóðfélagi. Hún ljair þeirri margradda frásögn  
eyra sem vekur máls á samfélagsmálum eins og kyngervingu í kóreisku  
pönki, hlutverki skólakerfisins í lífi æskunnar og þeim hröðu  
breytingum sem eiga sér stað innan menningarkimanna sjálfra sem bera  
þá nær og nær meginstraumnum. Í Talking Trauma fylgist  
þjóðfræðingurinn Tim Tangherlini með kaldhæðnislegum frásögnum  
sjúkraflutningamanna. Sögur þeirra eru skoðaðar sem úrlausn erfiðrar  
reynslu og liður í valdabaráttu við samstarfsmenn sem oft tekur á sig  
grátbroslegar myndir.  Kristinn Schram, þjóðfræðingur, segir frá  
fræðilegum bakgrunni þessara heimildamynda og sýnir brot úr  
Negotiating the City sem fjallar um rannsókn hans á frásögnum  
leigubílstjóra í Edinborg.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

----------------

Um heimildamyndagerðarmennina

Timothy R. Tangherlini er prófesor við UCLA, þjóðfræðingur og  
kvikmyndagerðarmaður. Hann starfar einnig sem leiðbeinandi og  
ráðgjafi í heimildamyndagerð bæði við etnógrafískar myndir sem og  
heimildamyndir fyrir sjónvarp.  Talking Trauma (1994) var fyrsta  
einstaklingsverkefni hans en það vann m.a. til hinnar eftirsóttu  
VITAS verðlauna á samnefndri kvikmyndahátíð etnógrafískra mynda í Los  
Angeles. Hann hefur gefið út fjölda rita um efni eins og þjóðfræði,  
frásagnarfræði og borgarmenningu og má þar nefna, Nationalism and the  
Construction of Korean Identity (1999), Talking Trauma: Paramedics  
and Their Stories (1998) and “Remapping Koreatown: Folklore,  
Narrative and the Los Angeles Riots” (1999). Tangherlini hefur einnig  
spilað á trommur í pönk -og indíhljómsveitum síðan 1981.

Stephen J. Epstein er dósent við Viktoríuháskóla á Nýja Sjálandi en  
rannsóknarsvið hans er meðal annars kóreiskar nútímabókmenntir og  
samfélag. Grein hans, Anarchy in the UK, Solidarity in the ROK: Punk  
Rock Comes to Korea - [Acta Koreana 3 (2000) pp.1-34] er fyrsta  
fræðilega umfjöllunin um kóreisku pönksenuna og er víða þekkt sem  
einhver mikilvægasta rannsóknin á þessu sviði.  Epstein spilar einnig  
á bassa í fjölmörgum nýsjálenskum neðanjarðarhljómsveitum.

-----------

Um Kviksögu og Kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn

Kviksaga er miðstöð kvikmynda og fræða. Kviksaga er vettvangur þar  
sem fræði og kvikmyndir mætast t.d. við gerð heimildamynda,  
vídeólistar, kennsluefnis eða sjónrænna rannsókna á menningu og  
samfélagi. Kviksaga stuðlar einnig að samræðum og rannsóknum á  
kvikmyndaforminu og er grundvöllur fyrir áhugasama til að mætast,  
ræða og vinna saman. Á síðastliðnu ári hefur Kviksaga efnt til  
sýninga ásamt fræðilegri umfjöllun, haldið námskeið og staðið að  
kvikmyndahátíð. Á vefriti Kviksögu www.kviksaga.is er að finna  
ritstýrðar greinar, viðtöl, tilkynningar og myndbrot á sviði fræða og  
kvikmynda. Skrifstofa Kviksögu í ReykjavíkurAkademíunni er öllum opin  
til skrafs og ráðagerða, afnota myndefnis og tengslanets  
miðstöðvarinnar.

-------------- next part --------------
Skipped content of type multipart/appledouble-------------- next part --------------
Kvikmyndaklúbburinn Fjalakötturinn er nýr vettvangur fyrir  
kvikmyndasýningar á Íslandi. Klúbburinn á heimili sitt í hinu  
sögufræga Tjarnarbíói og hefur það að markmiði að stórauka  
kvikmyndaúrval hér á landi með því að bjóða upp á sýningar á annars  
konar myndum en hefur tíðkast í bíóhúsum bæjarins síðastliðin ár.  
Klúbburinn mun blanda saman gömlu og nýju, gera grein fyrir  
kvikmyndagerð ákveðinna þjóðlanda, taka verk ákveðins leikstjóra  
fyrir og kynna strauma og stefnur á ákveðnum tímabilum eða í  
nútímanum. Sjá dagskrá Fjalakattarins á www.filmfest.is

  -------------------

Nánar um aðalmynd kvöldsins:

Our Nation: A Korean Punk Rock Community

Hátíðir og verðlaun:

·      9th Annual New York Underground Film Festival, 2002

·      Lost Film Festival 9, 2004

·      DC Underground Film Festival, 2003

·      Chicago Underground Film Festival, 2002

·      Asian American Showcase 2002, Gene Siskel Film Center

·      Indie2002, Belo Horizonte, Brazil

·      Punk Rock Film Festival, Seoul, Korea (2001)

·      Johns Hopkins Film Festival 2002

  Einnig sýnd hjá:

·      Association for Asian Studies 2002

·      California Folklore Society 2002

·      American Folklore Society 2001




More information about the Gandur mailing list