[Gandur] Rannsóknaræfing

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Fri Oct 27 09:07:44 GMT 2006


Rannsóknaræfing á hausti

4. nóvember 2006


Rannsóknaræfing Félags íslenskra fræða – í samstarfi við  
ReykjavíkurAkademíuna, Sagnfræðingafélag Íslands, Félag þjóðfræðinga  
á Íslandi og Íslenska málfræðifélagið – verður að þessu sinni haldin  
við lok Hugvísindaþings (www.hugvis.hi.is/2006), í

Tunglinu, Iðusölum við Lækjargötu,

laugardagskvöldið 4. nóvember næstkomandi.


Húsið opnar klukkan 19.30 – borðhald hefst kl. 20.00


Veitingar

Eftir hin andlegu hlaðborð Hugvísindaþings er tilvalið að gæða sér á  
blönduðu smáréttahlaðborði! Meðal rétta má nefna kjúklinga- og  
lambakjötsspjót, snittur, tígrisrækjur og sæta eftirrétti.  
Drykkjarföng verða til sölu á staðnum.


Ræðumaður kvöldsins

Rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Örn Jósepsson.


Veislustjóri

Ármann Jakobsson.

Skemmtiatriði

Að borðhaldi loknu mun hljómsveitin Bræðrabandið leika fyrir dansi.  
Þá verða skemmtiatriði á vegum veislustjóra og stjórnar.


Aðgangseyrir er 2.900 krónur


Skráning

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst til Katrínar  
Axelsdóttur: katax at hi.is, eða hringja í hana í síma: 553-1486.  
Nauðsynlegt er að gera það í síðasta lagi

mánudaginn 30. október.


Staður: Tunglið, 3. hæð Iðuhússins við Lækjargötu.



Félagsmenn og stúdentar, fjölmennum!



Bestu kveðjur,

stjórnir félaganna


Aðalheiður Guðmundsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar
Árnagarði við Suðurgötu
tel.: (354) 868 0306/ (354) 552 0510
http//:www.hi.is/~adalh








More information about the Gandur mailing list