[Gandur] námsstyrkur

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Fri Oct 27 12:12:25 GMT 2006


Matthíasarstyrkur.
Þjóðminjasafn Íslands hefur ákveðið að veita 200 þús. kr. styrk til
nemanda sem vinnur að lokaverkefni úr heimildasafni Þjóðminjasafns til BA-
eða MA-prófs í sagnfræði, fornleifafræði, þjóðfræði, mannfræði, safnafræði
eða hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Einnig kemur til greina
að veita styrk til einstaklingsverkefnis MA- nema innan sömu faggreina.
Verkefnið getur miðast við rannsóknir á einstaka gripum, spurningalistum,
fornleifum, ljósmyndum, fornum byggingum, sýningum og fleira. Styrkurinn
er kenndur við Matthías Þórðarson fyrrverandi þjóðminjavörð. Umsóknir
skulu sendar til Þjóðminjasafns Íslands, Setbergi, Suðurgötu 43, 101
Reykjavík, fyrir 20. nóvember nk. merktar umsókn um verkefnastyrk. Umsókn
skal fylgja hnitmiðuð verkefnalýsing, auk upplýsinga um námsferil
umsækjanda og áætlun um námslok. Nánari upplýsingar eru veittar á
Þjóðminjasafni (s. 530 2200), hjá Steinunni Kristjánsdóttur í síma 530
2267(steinunn at thjodminjasafn.is) eða Hrefnu Róbertsdóttur í síma 530 2275
(hrefna at thjodminjasafn.is).




More information about the Gandur mailing list