[Gandur] Sérðu það sem ég sé? Ljósmyndaleiðsögn Ingu Láru Baldvinsdóttur og aðgengi fyrir alla 28. nóv. kl. 12:10. Táknmálstúlkur fylgir leiðsögninni

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Thu Nov 23 23:22:44 GMT 2006


Sérðu það sem ég sé? Ljósmyndir á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.
Sérfræðileiðsögn Ingu Láru Baldvinsdóttur og aðgengi fyrir alla 
þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 12:10
Táknmálstúlkur verður með leiðsögninni

Þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 12:10 verður fimmta sérfræðileiðsögnin 
sem Þjóðminjasafnið stendur fyrir í vetur. Þá mun Inga Lára Baldvinsdóttir 
,,ausa úr viskubrunnum” og kynna myndabrunna safnsins. Inga Lára er 
fagstjóri Myndasafns Þjóðminjasafnsins og mörgum að góðu kunn. Jafnan 
berast fréttar af nýjum skemmtilegum ljósmyndasýningum í Þjóðminjasafninu 
en Inga Lára er sýningarhöfundur þeirra margra. Á þriðjudaginn kemur mun 
hún svo beina athyglinni að ljósmyndum á sjálfri grunnsýningunni en hún er 
einnig höfundur myndasýninga þar. 

,,Tuttugasta öldin,” segir Inga Lára, ,,er öld ljósmyndarinnar. Enginn 
annar miðill nær að fanga hugblæ tímans og samfélagsbreytingarnar með sama 
hætti og ljósmyndin og sambærilegt myndmagn er ekki til frá neinni annarri 
öld.” 

20. öldin er ekki einungis sýnd með munum á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins 
heldur einnig með um þúsund ljósmyndum. Fjórar ólíkar ljósmyndasýningar 
eru á sérstökum skjáum við 20. aldar færibandið við endavegg 
grunnsýningarinnar á 3. hæð. Saga 20. aldarinnar er sögð á ljóslifandi 
hátt í Aldarspeglinum, - aðalmyndasýningunni. Þar er varpað upp myndum af 
landi og þjóð ár frá ári gegnum alla öldina og fæst þannig yfirgripsmikil 
sýn. Auk Aldarspegilsins eru þrjár skjámyndasýningar um afmarkaðri efni: 
mannmyndir, fólk og ferðalög og bernskuna. 

Skjámyndasýningarnar hafa heppnast afar vel en ýmis vandkvæði geta þó 
verið fólgin í því að segja sögu með myndum. Það verður forvitnilegt að 
hlusta á Ingu Láru Baldvinsdóttur sjálfa segja frá sýningargerðinni og 
ræða um val á sýningarefnum og myndum.

Þjóðminjasafn Íslands leggur áherslu á aðgengi fyrir alla. Táknmálstúlkar 
fylgja nú sérfræðileiðsögnunum og er fólk hvatt til að nýta sér það.


Bestu kveðjur / Best regards
Rúna K. Tetzschner
kynningarstjóri / Public Relation Manager
Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland
Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík
fars. 824-2039, s. 530-2222 eða 5302248
netf. runa at thjodminjasafn.is
veff. http://www.thjodminjasafn.is


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061123/e0593c40/attachment-0001.html


More information about the Gandur mailing list