[Gandur] Dagur íslenskrar tungu-dagskrá

ReykjavíkurAkademían ra at akademia.is
Mon Nov 13 12:56:19 GMT 2006


Réttritun.is - tungan á vefnum 

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember kl. 14:00, mun menntamálaráðherra heimsækja ReykjavíkurAkademíuna og opna gagnvirkan kennsluvef, Réttritun.is, til notkunar í íslenskukennslu og námi.

Af því tilefni verður efnt til dagskrár í ReykjavíkurAkademíunni þar sem kynnt verða fleiri verkefni sem snerta íslenska tungu. 

 

Vefurinn Réttritun.is, sem Anton Karl Ingason og Skúli Bernhard Jóhannsson hafa þróað gefur nemandanum handhægar og hagkvæmar leiðbeiningar og fer vélrænt yfir verkefni hans. Að þeim loknum veitir hann upplýsingar um stöðu nemandans og dregur fram þau atriði og þær reglur sem hann þarf að kynna sér betur. Þannig léttir vefurinn af kennaranum tímafrekri og ófrjórri handavinnu og gefur honum svigrúm til að leggja nýjar áherslur og dýpka og auðga kennslu sína. Vefinn er einnig hægt að nota í sjálfsnámi. Hann er lagaður að margvíslegum þörfum einstaklinga - m.a. er tekið sérstakt tillit til þarfa lesblindra og nemenda með annað móðurmál en íslensku.

 

Dagskráin í ReykjavíkurAkademíunni verður þessi: 

 

1.      Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar kynnir störf og verkefni Akademíunnar á sviði íslenskrar tungu og bókmennta. 2.      Menntamálaráðherra opnar vefinn réttritun.is og höfundar hans kynna hann.3.      Anna Guðrún Júlíusdóttir og Sigríður Ólafsdóttir kynna Kötlu, vef fyrir íslenskukennslu innflytjendabarna 4.      Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir: Hvernig voru samræmdu stúdentsprófin  í íslensku?
Aðgangur eru ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061113/f28b38d5/attachment.html


More information about the Gandur mailing list