[Gandur] Elsta félag á Íslandi og einstakt tilboð! Nú er kominn tími til að svala forvitninni. Hið íslenzka fornleifafélag og Árbókin

frettatilkynning at thjodminjasafn.is frettatilkynning at thjodminjasafn.is
Fri Nov 10 16:44:30 GMT 2006


Elsta félag á Íslandi og einstakt tilboð! Nú er kominn tími til að svala 
forvitninni.

Hið íslenzka fornleifafélag og Árbókin
Þegar fólk heyrir Hið íslenzka fornleifafélag nefnt á nafn koma líklega 
fyrst upp í hugann fornleifarannsóknir og fornleifafræðingar. Félagið 
hefur vissulegt sinnt rannsóknum á fornleifum en einnig á öðrum 
menningarminjum og hér er ekki um að ræða lokað fagfélag 
fornleifafræðinga, - þvert á móti. Hið íslenzka fornleifafélag er opið 
öllum og fólk er hvatt til að ganga í það! Í Hinu íslenzka fornleifafélagi 
geta leikir sem lærðir fundið farveg fyrir áhugamál sín á þessu sviði og 
tilvalið er að svala forvitninni með lestri sjálfrar Árbókar hins íslenzka 
fornleifafélags. 

Hið íslenzka fornleifafélag er eitt elsta starfandi félag á Íslandi, 
stofnað árið 1879, og hefur frá árinu 1880 gefið út Árbókina sem er eitt 
merkasta fræðirit landsins á sviði fornleifafræði og íslenskrar 
menningarsögu. Margir af fyrstu árgöngum félagsins hafa lengi verið 
ófáanlegir en voru nýlega gefnir út í ljósprentaðri, vandaðri útgáfu. 
Fornleifafélagið vill nú gera átak til að afla nýrra félagsmanna og býður 
öllum sem ganga í félagið á næstunni Árbókina á hreint ótrúlegu 
tilboðsverði:

Árgangarnir frá 1960 - 2001, samtals 40 bækur í einum pakka,
á einungis 5.000. kr.!!!

Tilboðið stendur til 7. des. - eða meðan birgðir endast, - þannig að nú er 
annað hvort að hrökkva eða stökkva. Það er engin ástæða til að draga það 
lengur að ganga í Hið íslenzka fornleifafélag. Allir sem áhuga hafa á 
fornleifum og öðrum menningarminjum ættu að skrá sig í félagið og eignast 
þar með 40 árbækur ekki seinna en NÚNA.

Eldri félagar geta einnig fengið pakkann á þessu góða verði.
Þeir sem vilja þiggja einstakt tilboð Hins íslenzka fornleifafélags skulu 
sækja bækurnar á skrifstofu Þjóðminjasafns Íslands, Setbergi, Suðurgötu 
43. Einnig er hægt að fá þær sendar en þá bætist sendingarkostnaður við 
ofangreint verð. 

Bækurnar er hægt að panta með því að senda tölvupóst til Þórs Magnússonar, 
formanns Hins íslenzka fornleifafélags á netfangið: thor at thjodminjasafn.is 
eða hringja í 530 2256 og skrá sig á áskriftarlista.

Tilboðspakkinn verður að lokum til sölu á aðalfundi Hins íslenzka 
fornleifafélags sem haldinn verður þann 7. desember í fyrirlestrarsal 
Þjóðminjasafnsins kl. 16:00 (þ.e. ef enn verður eitthvað eftir af bókum 
þegar þar að kemur). Þar mun Orri Vésteinsson fornleifafræðingur flytja 
erindi um rannsókn á hinni athyglisverðu miðaldakirkju á verslunarstaðnum 
Gásum við Eyjafjörð.

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20061110/c7c8c8a2/attachment.html


More information about the Gandur mailing list