[Gandur] Fwd: útsaumshelgi í maí

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Wed Apr 19 13:49:32 GMT 2006


>
> ÚTSAUMSHELGI
>
> Fyrirlestur og helgarnámskeið
>
>
>
> Heimilisiðnaðarskólinn mun bjóða upp á útsaumshelgi dagana 5.-7.maí.
>
>
>
> Föstudagskvöldið 5.maí verður fyrirlestur sem nefnist:
>
>   Hannyrðakonur í Húnaþingi
>
>
>
> Fyrirlesturinn fjallar um þekktar konur í Húnavatnssýslu, lífshlaup  
> þeirra og hannyrðir. Fyrirlesari er Jóhanna Erla Pálmadóttir.
>
> Verð 1.000-
>
>
>
> Laugardag og sunnudag 6.-7.maí, verða útsaumsnámskeið. Skals útsaumur.
>
> Tvö námskeið; 9-13 eða 14-18.
>
>
>
> Kenndar verða mismunandi útsaumsaðferðir og gerður handavinnupoki.  
> Kennari er Helga Jóna Þórunnardóttir.
>
> Verð 11.500- m.efni
>
>
>
>
>
> Fyrirlesari Jóhanna Erla Pálmadóttir f. 4. ágúst 1958,  
> sauðfjárbóndi á Akri í A-Húnavatnssýslu. Jóhanna útskrifaðist sem  
> útsaumskennari fyrir framhaldsskóla frá Håndarbejdes Fremme í  
> Kaupmannahöfn. Hún er fædd og uppalin á Akri en hafði unnið við  
> ýmislegt áður en fjölskyldan tók við búi 1997. Þráðurinn í gegn um  
> líf hennar hafa verið hannyrðir í ýmissi mynd. Hún ólst upp við  
> miklar hannyrðir; bæði prjón og útsaum og var það liður í uppeldinu  
> að kenna börnunum um leið og áhugi og geta kviknaði.
>
> Jóhanna var verkefnastýra Ullarselsins á Hvanneyri frá 1991-1995 og  
> hefur kennt ullarvinnslu við Bændaskólann á Hvanneyri allar götur  
> síðan 1991 ásamt ýmsum ullarvinnslunámsskeiðum víða um land.
>
> Einnig hefur hún setið í stjórn Hönnunar og Handverks 1991-96.
>
> Jóhanna hefur haldið ýmsa fyrirlestra í sambandi við útsaum t.d.  
> við Endurmenntunardeild Háskóla Íslands 2001 og NHF Nordens  
> Kvinnoförbund – Kvenfélagasamband Íslands sem haldið var á  
> Laugarvatni 2003.
>
>
>
> Helga Jóna Þórunnardóttir, kennari er menntuð textíl- 
> framhaldsskólakennari frá Textilseminariet í Skals með aðalfögin  
> útsaum, prjón (hand-og vélprjón), vefnað og fatasaum.
>
> Var að auki í eitt ár á Handavinnuskólanum í Skals sem þekktur er  
> fyrir útsaum.
>
> Helga kenndi útsaum við kvöldskóla á Handavinnuskólanum í Skals í  
> eitt og hálft ár og á sumarnámskeiði í júní 2005.
>
> Eftir útskrift (júní 2005) hefur hún kennt útsaum og vefnað, ásamt  
> því að taka að sér ýmis verkefni, aðallega tengd útsaumi.
>
>
>
> Kennslulýsing:
>
> Kynnt verður aðferð við að yfirfæra munstur á efni.
>
> Saumaður verður “Skals-handavinnupoki”. Pokinn inniheldur hinar  
> ýmsu útsaumsgerðir- og aðferðir.
>
> Pokinn verður saumaður úr hör, með hör-og árórugarni.
>
>
>
>
>
> Skráning á fyrirlestur og námskeið hefst 18.apríl.
>
>
>
> HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
>
> Laufásvegi 2 101 Reykjavík
>
> s.551-7800
>
> hfi at heimilisidnadur.is
>
> www.heimilisidnadur.is
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060419/fc45046f/attachment-0001.html


More information about the Gandur mailing list