[Gandur] Nýir starfsmenn

Listasafn Reykjavíkur soffia.karlsdottir at reykjavik.is
Wed Apr 19 12:07:16 GMT 2006


Listasafn Reykjavíkur
--------------------------------------------------------------------------------
Nýir starfsmenn 




Fréttabréf þetta er á myndrænu formi hér
http://phoenix.gagarin.is/email-manager/archive.php/id/577,93,0c7fa800f5373754bdc4e38b4722d7ed


Tveir nýir starfsmenn til liðs við Listasafn Reykjavíkur

Tveir starfsmenn voru nýlega ráðnir við Listasafn Reykjavíkur. Annars vegar er um að ræða deildarstjóra sýningardeildar og hins vegar deildarstjóra byggingarlistardeildar.  

Yean Fee Quay - deildarstjóri sýningardeildar
Yean Fee Quay lauk BFA gráðu með láði í myndlist frá Pratt Institute í New York og er einnig með MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York. Fee Quay fluttist til Íslands um aldamótin síðustu en áður var hún m.a. sýningastjóri við Singapore Art Museum. Þar setti hún saman og skipulagði fjölda sýninga fyrir safnið og einnig í samstarfi við söfn annars staðar í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Þekking hennar á nútíma- og samtímalist nær frá austri til vesturs og hún hefur unnið náið með ungum og upprennandi listamönnum í Singapúr og Asíu, og einnig í New York, þar sem hún stýrði sýningasölum í the School of Visual Arts. Fee Quay er gift Stefáni Jónssyni myndlistarmanni og eiga þau tvö börn, 4 og 7 ára. 

Sigríður Björk Jónsdóttir - deildarstjóri byggingarlistardeildar
Sigríður Björk Jónsdóttir er með BA próf í sagnfræði með mannfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands, MA gráðu í hönnunar- og byggingarlistarsögu frá Háskólanum í Essex í Englandi og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur m.a. starfað sem skjalavörður á Borgarskjalasafni og unnið að einstökum verkefnum fyrir Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur. Síðastliðin 3 ár hefur hún starfað sem verkefnisstjóri Snorrastofu í Reykholti ásamt því að sinna öðrum verkefnum s.s. stundakennslu við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og skrifum um byggingalist. Sigríður Björk er gift Magnúsi Árna Magnússyni aðstoðarrektor á Bifröst og eiga þau þrjú börn á aldrinum 1 - 9 ára. 

 

Kær kveðja,
Soffía Karlsdóttir
kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
s: 590-12000 / 820-1202
soffia.karlsdottir at reykjavik.is 





--------------------------------------------------------------------------------
Kjósir þú að fá ekki fleiri bréf sem þetta frá okkur geturðu afskráð þig hér:
[/afskrá]

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20060419/4bdbca05/attachment.html


More information about the Gandur mailing list