[Gandur] Alan Dundes allur

ragnheidur.h.thorarinsdottir at mrn.stjr.is ragnheidur.h.thorarinsdottir at mrn.stjr.is
Mon Apr 4 09:26:51 BST 2005


Góðan daginn.
Þakka þér fyrir Valdimar að láta vita af fráfalli Dundes. Ég tek undir orð
þín um hann. Alan Dundes er gjörsamlega ógleymanlegur þeim sem á annað borð
hittu hann. Ég minnist þess, þegar hann kom, sá og sigraði við háskólann í
Osló 1978 eða ´79 og hristi upp í íhaldsamri þjóðfræðideild þar á bæ. Hann
kostaði okkur þjóðfræðinemana fimm, sem vorum í framhaldsnámi á þeim tíma,
skammir og ólund kennara okkar, því við vorum eins og þyrst eyðimörk og
tókum við kenningum hans og áleitnum spurningum, sem ferskum norðangarra.
Dundes kom í tíma til okkar eftir að hafa haldið dúndrandi fyrirlestur
fyrir fullum hátíðasal háskólans og ræddi við okkur í tvo tíma. Hann spurði
áleitinna spurninga um námið, kennsluna og framtíðarplön okkar. Kennari
deildarinnar, sem var viðstaddur, klagaði svörin okkar og viðbrögð við
þessum spurningum og hugmyndum Dundes til prófessora og deildarforseta og
við vorum kölluð inn á teppið í yfirheyrslu og fengum skammir fyrir að vera
allta of móttækileg fyrir þessum byltingakenndu hugmyndum. Ógelymanlegt!
Blessuð sé minning þessa mæta manns.
Kveðja
Ragnheiður


---------------------------------------------------------------------
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir sérfræðingur / Adviser / Konsulent
Skrifstofa menningarmála / Department of Cultural Affairs / Afdeling for
kultur
Menntamálaráðuneyti / Ministry of Education, Science and Culture /
Undervisnings-, forsknings og kulturministeriet
Sölvhólsgötu 4, IS-150 Reykjavík
Sími/Tel. (+354) 545 9500, fax (+354) 562 3068
menntamalaraduneyti.is


Vinsamlegast athugið að upplýsingar í tölvupósti þessum og viðhengjum við
hann eru eingöngu ætlaðar þeim sem póstinum er beint til og gætu innihaldið
upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Sjá nánar:
http://www.raduneyti.is/Fyrirvari


Please note that this e-mail and attachments are intended for the named
addresses only and may contain information that is confidential and
privileged. Further information:
http://www.raduneyti.is/Fyrirvari



More information about the Gandur mailing list