[Gandur] Málþing um ÞJÓÐTRÚ ÍSLENDINGA 1650-1850 í Þjóðarbókhlöðu 9. apr. nk.

Aðalheiður Aðalheiður
Mon Apr 4 14:18:32 BST 2005


>>ÞJÓÐTRÚ ÍSLENDINGA
>>1650-1850
>>
>>
>>Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing
>>
>>um þjóðtrú Íslendinga 1650-1850
>>
>>laugardaginn 9. apríl nk.
>>
>>Málþingið er haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, og 
>>hefst kl. 13.30 og lýkur um kl. 16.30.
>>
>>
>>
>>Eftirtalin fjögur erindi verða flutt:
>>
>>
>>
>>Frá hjátrú til þjóðsagna.
>>
>>Hugarfarsbreyting í langtíma
>>
>>Loftur Guttormsson, prófessor í sagnfræði
>>
>>
>>
>>Kirkjutrú - upplýsing - hjátrú
>>
>>í sögnum og sögum frá 19. öld
>>
>>Ögmundur Helgason, starfsmaður í Árnastofnun
>>
>>
>>
>>Kaffihlé
>>
>>
>>
>>Þjóðtrú í sveitum milli sanda
>>
>>Júlíana Magnúsdóttir, þjóðfræðingur
>>
>>
>>
>>Innrás hins utanaðkomandi dauða.
>>
>>Íslenskar sagnir um sjórekin lík frá 19. öld
>>
>>Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði
>>
>>
>>
>>Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
>>
>>Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
>>
>>
>>
>>Fundarstjóri verður Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur.
>>
>>
>>
>>Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar 
>>aðgengilegir
>>
>>á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin
>>
>>Veitingar verða fáanlegar í veitingastofu á 2. hæð.
>>
>>
>>
>>
>>
>>Öllum er heimill ókeypis aðgangur !
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>>SUMAR- og HAUSTDAGSKRÁ
>>Félags um átjándu aldar fræði 2005
>>
>>
>>Sumarferð 2005
>>Athygli félagsmanna skal vakin á hinni árlegu sumarferð Félags um 
>>átjándu aldar fræði sem verður farin laugardaginn 11. júní. Að 
>>þessu sinni verður farin dagsferð um uppsveitir Árnessýslu. 
>>Leiðsögumaður verður Kristinn Kristmundsson fyrrv. skólameistari. 
>>Farið verður um Bláskógabyggð, m.a. um Þingvelli, að Gullfossi og 
>>Geysi, og um Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
>>
>>Tilkynning um sumarferðina verður send félagsmönnum er nær dregur.
>>
>>
>>
>>Ferð um söguslóðir í Skotlandi 3.-9. ágúst 2005
>>
>>Um ferðina til Skotlands sjá fyrri fundarboð. Helga K. 
>>Gunnarsdóttir veitir upplýsingar,
>>
>>netfang Helgu er: hkg at bok.hi.is, vs.: 525 5755.
>>
>>
>>
>>Málþing að hausti
>>
>>Málþing um ástir og örlög á átjándu og nítjándu öld verður haldið 
>>laugardaginn
>>
>>5. nóvember 2005 í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, og 
>>hefst kl. 13.00.
>>
>>
>>Vefnir. Tímarit Félags um átjándu aldar fræði
>>Félagið gefur út vefritið Vefni (sjá vefslóð hér að aftan). Vefnir 
>>er þvervísindalegt tímarit
>>
>>á sviði átjándu aldar fræða. Það hefur birt greinar um  sagnfræði, 
>>bókmenntir, málfræði, heimspeki,
>>
>>þjóðfræði og búvísindi svo fátt eitt sé nefnt. Vefnir kemur ekki út 
>>í ákveðnum tölublöðum, heldur
>>
>>ræðst birtingartími af  því  hversu  ört  greinar berast. Greinar 
>>eru auglýstar á heimasíðu félagsins
>>
>>og á tölvupóstlistunum  Gammabrekku og Hi-starf um leið og þær 
>>birtast í Vefni.
>>
>>Ritstjórar eru Guðrún Ingólfsdóttir (gudruni at hi.is) og Ragnhildur 
>>Bragadóttir (ragnhildur.bragadottir at biskup.is).
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>>Félag um átjándu aldar fræði, vefslóð: www.akademia.is/18.oldin
>>
>>Vefnir. Tímarit Félags um átjándu aldar fræði: www.bok.hi.is/vefnir
>>
>>
>>
>>Upplýsingar um starfsemi Félags um átjándu aldar fræði
>>
>>veitir Helga K. Gunnarsdóttir,
>>
>>Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík,
>>
>>netfang: hkg at bok.hi.is, sími: 525 5755.

-- 
*****************************************************
Aðalheiður Guðmundsdóttir         	  sími/tel: (354) 525-4010
Stofnun Árna Magnússonar             	  gsm: (354) 868-0306
Árnagarði við Suðurgötu		  fax:  (354) 525-4035
ÍS - 107 Reykjavík
	              
URL: http://www.hi.is/~adalh


-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: =j==tr=_=slendinga,_p=st..doc
Type: application/msword
Size: 43008 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20050404/fe80591a/jtr_slendinga_pst.-0001.doc


More information about the Gandur mailing list