[Gandur] Ráðstefnan Frændafundur

Kristin Einarsdottir kriste at hi.is
Wed Jun 16 19:27:34 BST 2004



Frændafundur 5
 Dagana 19. og 20. júní halda heimspekideild Háskóla Íslands og
Fróðskaparsetur Føroya ráðstefnuna Frændafundur 5 í samvinnu við Norræna
húsið.

 Þetta er fimmta ráðstefnan sem heimspekideild og Fróðskaparsetur halda í
samræmi við samning þeirra um rannsóknasamvinnu sem gerður var árið 1990.
Sama ár kaus deildarráð heimspekideildar Færeyjanefnd til að hafa umsjón
með þessum samskiptum fyrir hönd deildarinnar og hefur nefndin starfað
síðan. Við Fróðskaparsetur starfar Íslandsnevnd sem samsvarar Færeyjanefnd
heimspekideildar. Fyrri ráðstefnurnar fjórar voru haldnar í Reykjavík
1992, í Þórshöfn 1995, í Reykjavík 1998 og í Þórshöfn 2001. Á ráðstefnunum
hefur verið fjallað um margvísleg efni sem tengjast Íslandi og Færeyjum. Í
kjölfar allra ráðstefnanna voru gefin út ráðstefnurit, sem bera
aðaltitlana Frændafundur, Frændafundur 2, Frændafundur 3 og Frændafundur
4. Magnús Snædal og Turið Sigurðardóttir ritstýrðu öllum ráðstefnuritunum
fjórum. Öll ritin fást hjá Háskólaútgáfunni, Háskólabíói (vefslóð:
www.haskolautgafan.hi.is), og þau verða til sölu á Frændafundi 5 á
sérstöku tilboðsverði.

Á ráðstefnunni verða fluttir fimmtán fyrirlestrar um ýmis efni sem varða
Færeyjar og Ísland. Í sex þeirra verður fjallað um niðurstöður fjögurra
rannsóknarverkefna sem færeyskir og íslenskir fræðimenn hafa unnið að
sameiginlega.

Stefnt er að útgáfu ráðstefnurits þar sem fyrirlestrar er fluttir verða á
ráðstefnunni munu birtast.

Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir:

Laugardagur 19. júní  (Norræna húsið)
10:00  Setningarathöfn.

           Ávörp flytja:

           Hjalti Hugason, fulltrúi hugvísindasviðs (heimspekideildar og
guðfræðideildar)

           í háskólaráði, Háskóla Íslands.

           Gro Kraft, forstjóri Norræna hússins.

           Anna Agnarsdóttir, forseti heimspekideildar Háskóla Íslands.

10:30  Dópur, samfelag og samleiki. Eitt íkast um hví dópurin bleiv tann
avgerðandi skilnaðurin ímillum Brøðrasamkomurnar og ta luthersku
statskirkjuna í Føroyum.

           Poul F. Guttesen.

11:00  Trúarvakningar í Færeyjum og á Íslandi. Samanburður út frá
félagslegum og pólitískum forsendum.

            Pétur Pétursson.

11:30  Um álfatrú á Íslandi og í Færeyjum og einkum um söguna af Álfa-Árna.

           Einar G. Pétursson.

           Fundarstjóri: Guðvarður Már Gunnlaugsson.

12:00  Matarhlé.

13:30  Ísland og íslendingar í føroyskum skaldskapi.

           Malan Marnersdóttir.

14:00  Leiklutur Føroya í íslendskum bókmentum.

           Turið Sigurðardóttir.

14:30  Ung, mentan og alnót í útjaðaranum.

            Firouz Gaini.

            Fundarstjóri: Jóhan Hendrik W. Poulsen.

15:00  Kaffihlé.

15:30  Samanburður á áhrifum fjölþjóðlegra hugmyndastefna á Færeyinga og
Íslendinga frá miðri 18. öld til miðrar 19. aldar.

           Ingi Sigurðsson.

16:00   Hugmyndafrøðilig rák í Føroyum og Íslandi frá 1850 til 1914 – ein
samanbering.

            Hans Andrias Sølvará.

16:30  Sögur frá Fróðarsteini: um íslenskar sögur og færeyska dansa.

          Aðalheiður Guðmundsdóttir.

          Fundarstjóri: María Garðarsdóttir.



Sunnudagur 20. júní
(Lögberg, Háskóla Íslands, stofa 101)

10:00   Seyðatjóðirnar. Um landbúnaðin í Føroyum og Íslandi. /
Sauðaþjóðirnar. Af landbúnaði í Færeyjum og á Íslandi.

           Gunnar Bjarnason og Jónas Jónsson.

11:00  Þorskveiðar Færeyinga og Íslendinga frá miðri 19. öld til 1977:
Samanburður á nokkrum þáttum þeirrar sögu.

           Halldór Bjarnason.

11:30  Sigling og útbúgving.

           Óli Olsen.

           Fundarstjóri: Anfinnur Johansen.

12:00  Matarhlé.

13:30  Leiklutur kommunanna í innovasjón. Samanbering millum Føroyar og
Ísland. / Hlutverk sveitarfélaga í nýsköpun: Samanburður á Færeyjum og
Íslandi.

           Gestur Hovgaard og Gunnar Þór Jóhannesson.

14:30  Skipti sjálfstæðið máli? Samanburður á landhelgismálum Íslendinga og

           Færeyinga á síðustu öld.

           Guðni Th. Jóhannesson.

15:00  Leik og lærd, vitan og vald. Um siðvenju hjá íslendskum og
føroyskum mammum at hava børn á brósti.

           Beinta í Jákupsstovu.

15:30  Ávarp í tilefni af sjötugsafmæli Jóhans Hendriks W. Poulsens.

           Stefán Karlsson.

           Fundarstjóri: Höskuldur Þráinsson.

           Ráðstefnunni slitið.

           Kaffi.

Textum fyrirlestra verður varpað á tjald jafnharðan og þeir eru fluttir.

Á eftir hverjum fyrirlestri gefst nokkur tími til fyrirspurna og umræðna.
Fyrirlestrar verða fluttir á færeysku og íslensku, en fyrirspurnir má, ef
vill, bera fram á öðrum Norðurlandamálum og ensku.



Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Ekki þarf að skrá sig til þátttöku í
ráðstefnunni.

Færeyjanefnd og Hugvísindastofnun annast framkvæmd Frændafundar 5 á vegum
heimspekideildar, í samvinnu við Íslandsnevnd Fróðskaparseturs og Norræna
húsið.

Í framkvæmdanefnd Frændafundar 5 sitja Ingi Sigurðsson prófessor og María
Garðarsdóttir aðjunkt fyrir hönd Færeyjanefndar heimspekideildar og Torfi
H. Tulinius prófessor og Þorgerður E. Sigurðardóttir verkefnisstjóri fyrir
hönd Hugvísindastofnunar.

Í Færeyjanefnd heimspekideildar sitja, auk Inga, sem er formaður
nefndarinnar, og Maríu, Höskuldur Þráinsson prófessor, Magnús Snædal
dósent og Pétur Knútsson lektor.

Í Íslandsnevnd Fróðskaparseturs sitja Anfinnur Johansen lektor, formaður,
Jóhan Hendrik W. Poulsen, fyrrverandi prófessor, Malan Marnersdóttir
prófessor, rektor Fróðskaparseturs, og Turið Sigurðardóttir lektor.

Styrktaraðilar ráðstefnunnar eru: Háskólasjóður, menntamálaráðuneytið,
Letterstedska föreningen og Stiftelsen Clara Lachmanns fond.

Upplýsingar um ráðstefnuna eru á vefslóðinni
www.hugvis.hi.is/fraendafundur. Einnig veitir María Garðarsdóttir
upplýsingar, maeja at hi.is.



Ráðstefna um færeysk málvísindi

Athygli er vakin á ráðstefnu um færeysk málvísindi í framhaldi af
Frændafundi 5. Hún verður haldin í Lögbergi, stofu 102, mánudaginn 21.
júní og hefst kl. 9:00. Nánari upplýsingar eru á vefslóð Frændafundar.



-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gandur/attachments/20040616/853bb7b1/untitled-2.html


More information about the Gandur mailing list