[Gandur] hleypur svo einn með hærusekk

Kristin Einarsdottir kriste at hi.is
Wed Jun 16 10:00:33 BST 2004


Góðan daginn
nú þurfa tilvonandi göngugarpar að skrá sig hið snarasta í hina árlegu
Kjalvegsgöngu þjóðfræðinga en aðeins er um 20 pláss að ræða og gildir hið
forna siðalögmál ,,fyrstir koma fyrstir fá".


Lesið vel:
Draugaferð á Kjalveg 26. - 27. júní 2004.
Helgina 26. og 27. júní er fyrirhuguð ganga um Kjalveg hinn forna, en sú
hefð er að skapast meðal verðandi og verandi þjóðfræðinga að fara slíka
ferð á hverju ári. Ferðin hefst við skála Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi
og endar í Þjófadölum, sem eru um það bil 10 km suður af Hveravöllum.
Ferðin tekur tvo daga, gist er eina nótt í skálanum í Þverbrekknamúla. Á
þessum slóðum er mikil og lifandi draugatrú. Þarna urðu Reynistaðarbræður
einmitt úti og í skálanum í Hvítárnesi er magnaður draugur sem lætur ekki
nokkurn ókvæntan karlmann í friði, reki hann þar inn nefið.

Kristín Einarsdóttir hefur nú eins og áður umsjón með ferðinni og
upplýsingar um útbúnað og annað er hægt að nálgast hjá henni
(kriste at hi.is)



More information about the Gandur mailing list