[Folda] Dagskrá þorraþings Veðurfræðifélagsins

Veðurfræðifélagið . vedurfraedifelagid at gmail.com
Fri Feb 18 22:51:00 GMT 2011


Þorraþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í Orkugarði, Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 22. febrúar.  Þingið verður sett kl. 13:30 en athugið að það er
30 mínútum síðar en áður var auglýst.  Aðgangur að þinginu er ókeypis og
þingið er opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Dagskrá:
------------

* 13:30 – Inngangur
* 13:35 – Haraldur Ólafsson: Hafgolan, brekkuvindurinn og hæðarvindurinn í
upphæðum á sumrin
* 13:50 – Elín Björk Jónsdóttir: Að auka endurkast skýja
* 14:05 – Guðrún Nína Petersen: Grænlenskar vindrastir í ERA-Interrim
* 14:20 – Kristín Hermannsdóttir: Veðurfréttir í sjónvarpi – fortíð, nútíð
og framtíð

* 14:35 – Kaffihlé

* 15:00 – Einar Sveinbjörnsson: Kuldaskil og snöggar hitabreytingar
* 15:15 – Þóranna Pálsdóttir: Sjálfvirkar úrkomumælingar og úrvinnsla þeirra
* 15:30 – Sibylle von Löwis: Öskufoksmælingar í Drangshlíðardal undir
Eyjafjöllum
* 15:45 – Birgir Hrafnkelsson: Leitni í hitastigi
* 16:00 – Þingi slitið

Nánari upplýsingar og stutt ágrip hluta erindanna má finna á vefsíðu
félagsins: http://vedur.org/.
Að loknu Þorraþingi heldur Veðurfræðifélagið aðalfund sinn og hefst hann kl.
16:15 eftir stutt kaffihlé.

Kveðja,
stjórn Veðurfræðifélagsins
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20110218/1fcdd4ee/attachment.html 


More information about the Folda mailing list