[Folda] Starf fyrir unga jarðvísindamenn í París
Sigurlaug María Hreinsdóttir
smh5 at hi.is
Fri Feb 11 10:19:30 GMT 2011
Vistfræði og jarðvísindadeild UNESCO (Division of Ecological and Earth
Sciences) er að leita eftir ungum og efnilegum starfsmanni með menntun á
sviði jarðvísinda. Auk þess þarf viðkomandi að geta tjáð sig á ensku og
hafa einhverja GIS kunnáttu. Leitað er eftir starfsmanni frá aðildarlöndum
UNESCO og sérstaklega frá þeim löndum sem þarfnast frekari kynningar innan
UNESCO, þess vegna verður staðan ekki auglýst opinberlega.
Starfsvettvangur er í höfuðstöðvum UNESCO í París. Þeir sem hafa áhuga
geta haft samband við Dr. Margarete Patzak jarðfræðing. Hún óskaði eftir
því að gefa upplýsingar um starfið í gegnum síma þar sem enskukunnátta
skiptir máli og benti jafnframt á að hægt er að hringja í hana, gefa upp
símanúmer og hún hringir síðan aftur til baka. Símanúmerið hjá Margarete
er 00 33 1 45 68 41 18.
Á heimasíðu UNESCO má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um stofnunina
http://www.unesco.org
Bestu kveðjur,
Lovísa Ásbjörnsdóttir
Náttúrufræðistofnun Íslands
sími: 5900 518
More information about the Folda
mailing list