[Folda] Re: Morguninn

Ívar Örn Benediktsson iob2 at hi.is
Fri Apr 4 10:52:45 GMT 2008


Það er gott að sjá að núverandi stjórn hefur ekki í hyggju stórtækar
breytingar á félaginu. Þó langar mig að benda á að, ef til þess kæmi, þá
krefst það breytinga á lögum félagsins. Lagabreytingar geta einungis verðir
gerðar á aðalfundi félagsins. Næsti aðalfundur ætti að fara fram á fyrstu
mánuðum næsta árs.
Kv. Ívar Örn 

-----Original Message-----
From: folda-bounces at listar.hi.is [mailto:folda-bounces at listar.hi.is] On
Behalf Of Helgi Arnar
Sent: Friday, April 04, 2008 10:42 AM
To: Björn Oddsson
Cc: folda at hi.is
Subject: [Folda] Re: Morguninn

Kæru félagar

Þakka þér fyrir Björn. En Það sem þú minntist hér á í gær er margt mjög satt
og rétt.
En þó vil ég ítreka það að stjórn Foldu er ekki með neinu móti að missa
sjónar á hlutverki félagsins.

Hlutverk félagsins eru:
- að gæta hagsmuna/réttinda félagsmanna innan skora og deildar (þetta hefur
gengið mjög vel)

- að stuðla að bættri menntun og aðstöðu félagsmanna.
(þetta hefur einnig skilað árangri, t.d símamálin:)

- að auka tengsl og samvinnu félagsmanna (þetta hefur ekki gengið sem
skildi, m.v. mætingu félagsmanna á árshátíð og ársfund félagsins)

- að viðhalda góðu félagslífi
(hefur engan vegin verið nógu virkt)

- að koma á góðum tengslum við Jarðvísindastofnun og gæta hagsmuna
félagsmanna þar.
(gengið þokkalega hingað til)

- að stuðla að faglegri umræðu meðal félagsmanna með fundum/ kynningum/
fyrirlestrum.
(gengið mjög vel)

- að stuðla að auknum tengslum félagsmanna við atvinnulífið.
(gengið ekki nógu vel)

Af þessu má sjá að sum þessara markmiða hafa gengið mjög vel og er það gott
og gilt.
En hins vegar er það alveg skýrt fyrir mér og minni stjórn að markmiðin eins
og samvinna félagsmanna, félagslíf, tengsl við atvinnulíf og þar fram eftir
götunum hefur ekki verið upp á marga fiska. Stjórn Foldu vill bæta úr þessu,
án þess að skerða eða letja önnur markmið félagsins.

Í kvöld verður haldin kvöldstund í Öskju (sem skv. lögum félagsins er
heimili Foldu) og fengum við fjárstyrk frá Jarðfræðiskor til að halda
kynningarfund fyrir BS-nemendur í jarðvísindum. Hugmyndin er að kynna fyrir
þeim nokkur framhaldsverkefni og þau fái tækifæri á að spjalla við
framhaldsnemendur. Einnig verður kynning á Jarðvísindastofnun og Norræna
Eldfjallasetrinu sem Sæmundur Ari Halldórsson sér um.

Að auki verður vonandi rætt samstarf framhaldsnema í jarðvísindum við
BS-nemendur skólans á komandi misserum. Þá er verið að tala um að halda
sameginlegar fræðsluferðir, til fyrirtækja, út á land, upp á fjöll og þar
fram eftir götunum. Hugmyndir hafa kviknað að fá fyrirtæki til liðs með
okkur og í stað hefðbundna vísindaferða, þá sjái þau um að halda
fróðleiksríkar kynningar, hugsanlega í sniði dagsferða um þau svæði sem þau
vinna á.

Að lokum vil ég ítreka það enn og aftur að stjórnin er með engin plön um að
breyta Foldu að neinu tagi. Einungis að bæta félagsstarf og anda
félagsmanna.
Svo er það að sjálfsögðu verk BS-nemenda sjálfra, að ákvarða framtíð sína og
Fjallsins.

Bestu kveðjur,

Helgi Arnar Alfreðsson
 

_______________________________________________
Folda mailing list
Folda at listar.hi.is
http://listar.hi.is/mailman/listinfo/folda




More information about the Folda mailing list