[Arminius] Mikið um að vera í vikunni!!!
arminius at listar.hi.is
arminius at listar.hi.is
Mon Oct 25 22:09:23 BST 2004
Sælir þýzkunemar. Núna í vikunni verður mikið um að vera í félagslífinu. Á
föstudaginn er vísindaferð í Orkuveituna. Hefst hún klukkan 16.30 svo við
ætlum að hittast á Stúdentakjallaranum klukkan svona 15.45 og svo mun
Arminius sjá um að koma félagsmönnum á staðinn. Eftir ferðina verður gert
eitthvað skemmtilegt, aldrei að vita nema við kíkjum í Karókí á Ölver eða
bara eftir því sem stemmningin segir til um. Eins og áður er ferðin
ókeypis fyrir félagsmenn en kostar að öðrum kosti krónur 500. Það þarf að
skrá sig í ferðina og skráning er bindandi. Vinsamlegast sendið mér póst
ef þið ætlið að mæta. Athugið að þetta er síðasta vísindaferð á þessu
misseri svo að ekki láta þetta tækifæri til að detta í það ókeypis ganga
ykkur úr greipum;)
Daginn eftir, laugardaginn 30. okt., stendur svo Germania fyrir
bjórsmökkun. Félagsmenn í Arminiusi þurfa einungis að borga kr. 500 fyrir
bjórsmökkunina sem er ódýrara heldur en venjulegir félagsmenn Germaniu.
Þorri Hringsson mun leiða smökkunina og hefur stjórn Germaniu flutt
sérstaklega inn bjór frá Þýzkalandi af þessu tilefni. Nánari upplýsingar
um bjórsmökkunina verða sendar út um leið og við fáum þær, en ljóst er að
fólk þarf að skrá sig. Þetta er einungis opið fyrir félagsmenn! svo þið
sem hafið ekki enn gengið í félagið, ekki tvínóna við hlutina, greiðið
bara félagsgjaldið strax og takið þátt í skemmtilegu félagslífi í vetur.
Beztu kveðjur,
stjórn Arminiusar
----------------------
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Arminiusar. Í Námunni getur þú fengið
hagstæð
kjör á yfirdráttarheimild, tölvukaupalán, námsstyrki, námslokalán og ýmsa
þjónustu sem auðveldar þér lífið í vetur. Kynntu þér málið á www.naman.is
eða í Vesturbæjarútibúi Landsbankans.
More information about the Arminius
mailing list