[Vid-stund] Málstofa í sálfræðideild: "Atferlisgreining í vinnuumhverfum: Greiningartæki og inngrip", miðvikudaginn 19. okt. kl. 12:10-13:10 í Lögbergi, stofu 103

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir bjargey at hi.is
Mon Oct 17 15:05:12 GMT 2011


Málstofa sálfræðideildar
miðvikudaginn 19. október kl. 12:10-13:10 í stofu 103 í Lögbergi

Atferlisgreining í vinnuumhverfum: Greiningartæki og inngrip

Dr. Sigurður Óli Sigurðsson útskrifaðist með BA prof í sálfræði úr
sálfræðideild HÍ árið 2001, með MA próf í vinnusálfræði árið 2004 frá
Western Michigan University og með PhD í atferlisgreiningu frá sama
háskólaárið 2006. Hann er í dag lektor við University of Maryland,
Baltimore County, aðjúnkt við lækna- og atferlisvísindadeild Johns Hopkins
háskóla, og hefur kennt sálfræði á háskólastigi í átta ár með
afterlisgreiningu vinnuhegðunar sem sérsvið.
Sigurður hefur sinnt fyrirtækjaráðgjöf í níu ár, og hefur veitt The
Kennedy Krieger Institute ráðgjöf undanfarin fjögur ár, meðal annars, um
leiðir til að bæta samskipti milli umönnunaraðila, auka hreinlæti og
handþvotta starsfólks á legudeildum, og tryggja vinnuöryggi starfsfólks
sem vinnur með sjúklingum sem beita sjálfa sig og aðra ofbeldi. Auk þess
hefur Sigurður veitt fyrirtækjum í orkuframleiðslu og orkudreifingu
ráðgjöf um gagnamiðaða ákvarðanatöku og birt greinar í ritrýndum
fagtímaritum á borð við Journal of Applied Behavior Analysis, Journal of
Organizational Behavior Management, Journal of Safety Research, og
Behavior Analysis in Practice.


-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/vid-stund/attachments/20111017/c125d2b2/attachment.html 


More information about the Vid-stund mailing list