[Vid-stund] Í DAG: Afmælisviðburður í boði Viðskiptafræðideildar: "Umhverfi nýsköpunar á Íslandi" í Hátíðasal, mánudaginn 10. október kl. 12-14

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir bjargey at hi.is
Mon Oct 10 09:44:44 GMT 2011


Umhverfi nýsköpunar á Íslandi 

Hátíðasalur Háskóla Íslands 
Mánudaginn 10. október kl. 12-14 
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis 

Í boði Viðskiptafræðideildar 

Í kjölfar efnahagsviptinga á Íslandi hefur nýsköpun oftar en ekki verið 
nefnd sem leið út úr ógöngunum og sögð forsenda áframhaldandi hagvaxtar. 
Fjallað verður um þær aðstæður sem nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi búa við 
út frá víðu sjónarhorni, m.a. rekstarumhverfi skapandi greina, viðhorf til 
viðskipta í vísindamiðaðri nýsköpun og starfsemi íslenskra 
nýsköpunarfyrirtækja á alþjóðavettvangi. 

Fyrirlesarar eru: Bjargey Anna Guðbrandsdóttir MS í stjórnun og 
stefnumótun, Gunnar Óskarsson aðjúnkt við Viðskiptafræðideild, Jón Eðvald 
Vignisson frá Clöru, Kristján Freyr Kristjánsson frá Innovit og Margrét 
Sigrún Sigurðardóttir lektor við Viðskiptafræðideild. 
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/vid-stund/attachments/20111010/ede93a77/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/jpeg
Size: 126352 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/vid-stund/attachments/20111010/ede93a77/attachment-0001.jpe 


More information about the Vid-stund mailing list