[ÖRFÍ]Matvælastofnun heldur námskeið um merkingu matvæla
Hjalti Andrason
hjalti.andrason at mast.is
Wed Mar 6 11:10:27 GMT 2013
Matvælastofnun heldur námskeið um merkingu matvæla
Matvælastofnun mun halda námskeið fyrir matvælaframleiðendur um merkingu
matvæla á næstu vikum. Á námskeiðunum verður fjallað almennt um hvernig
merkja á matvæli. Áhersla verður lögð á innihaldslýsingar, magnmerkingar,
upprunamerkingar og auðkennismerki. Einnig verður fjallað um
næringargildismerkingar og næringar- og heilsufullyrðingar, með sérstakri
áherslu á heilsufullyrðingar.
Í eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga
frá árinu 2011 um innihaldslýsingar matvæla og uppskriftir þeirra kom í
ljós að í 16% tilfella komu ekki öll innihaldsefni uppskriftar fram í
innihaldslýsingu á umbúðum. Þá voru nýlega birtar niðurstöður norræns
eftirlitsverkefnis um merkingar matvæla í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og
Finnlandi á tímabilinu 2010 til 2012. Þær sýna að fimmta hver vara var
ekki rétt merkt og að innihaldið passaði ekki við innihaldslýsingu í 9%
tilfella. Jafnframt sýnir ný úttekt Matvælastofnunar á 16 matvörum í
verslunum að engin þeirra uppfyllti allar kröfur um merkingar.
Matvælafyrirtæki bera ábyrgð á eigin framleiðslu og upplýsingagjöf til
neytenda. Rétt merking matvæla er mikið hagsmunamál fyrir neytendur og
geta rangar merkingar m.a. verið varasamar þeim sem eru með matarofnæmi
eða óþol. Nálgast má glærur og upptökur af fræðslufundum MAST um merkingar
matvæla, rekjanleika og nýju matvælalöggjöfinu á vef Matvælastofnunar,
www.mast.is, undir Útgáfa - Fræðslufundir.
Námskeiðin 3 verða haldin á eftirfarandi stöðum og tímum:
Miðvikudaginn 13. mars kl. 14-17 í fundarsal Samtaka atvinnulífsins á
efstu hæð, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Þriðjudaginn 19. mars kl. 13-16 í fundarsal Inn- og útflutningsskrifstofu
Matvælastofnunar, Stórhöfða 23, 110 Reykjavík
Miðvikudaginn 20. mars kl. 13-16 í Alþýðuhúsinu (4.h.), Skipagötu 14 á
Akureyri
Námskeiðið er ætlað starfsfólki matvælafyrirtækja og er ókeypis. Skráning
fer fram á netfanginu mast at mast.is. Vinsamlega takið fram nafn, fyrirtæki
og hvað af námskeiðunum þremur þið ætlið að sækja: 13. mars, 19. mars eða
20. mars á Akureyri.
Með kveðju, / Best regards,
Hjalti Andrason
Fræðslustjóri / Head of Information and Communication
Fræðslu- og upplýsingamál / Information and Communication
______________________________
Austurvegi 64
800 Selfoss
Sími/tel: (+354) 530 4800
Fax : (+354) 530 4801
www.mast.is
Vinsamlegast athugið að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu
ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar
sem eru trúnaðarmál. Please note that this e–mail and it’s attachments are
intended for the named addressee only and may contain information that is
confidential and privileged.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20130306/d9bdb666/attachment.html
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: not available
Type: image/jpeg
Size: 5608 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/gerlanet/attachments/20130306/d9bdb666/attachment.jpe
More information about the Gerlanet
mailing list