[Gandur] Spennandi viðburðir framundan hjá Félagi þjóðfræðinga
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Oct 7 21:40:05 GMT 2024
Komiði sæl,
Nú er aldeilis margt á döfinni hjá Félagi þjóðfræðinga sem okkur langaði að
deila með ykkur.
Föstudaginn 11. október verður Hrekkjavökufjör sem hefst á draugagöngu kl.
20:00 í Víkurgarði (Fógetagarðinum við Skúlabar). Þjóðfræðingurinn Björk
Bjarnadóttir sér um draugasögurnar og eftir gönguna ætlar hópurinn svo í
sal í Gamla garði þar sem fjörið heldur áfram og boðið verður uppá smá
drykki og gotterí, en mjög þyrstum er ráðlagt að taka með nesti (Hér er
viðburðurinn á Facebook fyrir þau sem finnst gott að fylgjast með þar:
https://www.facebook.com/events/1172479923837603).
Föstudaginn 18. október er svo á dagskránni heimsókn á glænýja
örverusýningu á Hönnunarsafni Íslands kl. 16:00 og svo í beinu framhaldi
æsispennandi súrdeigsmatarboð með Ragnheiði Maísól Sturludóttur þjóðfræðing
og sýningarstjóra. Við vekjum athygli á því að nauðsynlegt er að skrá sig á
þennan viðburð og takmörkuð pláss eru í boði, skráning fer fram hér:
https://forms.gle/eyf4x4Xs9RJRmCF97 <https://forms.gle/eyf4x4Xs9RJRmCF97>
Hér má einnig finna þann viðburð á Facebook:
https://www.facebook.com/events/765084105710825
Þá er á döfinni eftirpartý fyrir Þjóðarspegilinn er hann fer fram þann 1.
nóvember, nánari upplýsingar um það koma þegar nær dregur.
Það er einnig gaman að segja frá því að búið er að velja stað og dagsetning
fyrir næstu landsbyggðarráðstefnu, en hún mun fara fram í Þingeyjarsveit
26.-28. september 2025, í skipulagsnefnd eru Anna Karen Unnsteins og
Sigurlaug Dagsdóttir og hlökkum við mikið til!
Endilega fylgist með félaginu á Facebook síðu þess og við hlökkum til að
sjá ykkur sem allra flest í vetur!
Kær kveðja fyrir hönd FÞÍ,
Dagrún Ósk
More information about the Gandur
mailing list