[Gandur] Framlengdur frestur til skráningar á Landsbyggðarráðstefnu 2023

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue Aug 8 13:13:21 GMT 2023


Frestur til skráningar á Landsbyggðarráðstefnu FÞÍ í Stykkishólmi 2023
hefur verið framlengdur til 20. ágúst næstkomandi.

Að þessu sinni mun Landsbyggðarráðstefna Félags þjóðfræðinga á Íslandi fara
fram í Stykkishólmi helgina 29. september til 1. október. Ráðstefnugjaldið
að þessu sinni er 7.000 kr fyrir meðlimi FÞÍ en 10.000 kr. fyrir aðra
ráðstefnugesti. Innfalið í gjaldinu er hádegismatur og kvöldmatur á
laugardeginum, ásamt safnaheimsóknum og annarri skemmtun. Einnig er hægt að
skrá sig einungis á málstofurnar á laugardeginum en þá er gjaldið 2.500 kr.
með hádegismat. Skráning fer fram á hér: https://forms.gle/BLSR3SnPxhok4oyv5


Það er Félag þjóðfræðinga á Íslandi sem að stendur að ráðstefnunni í
samstarfi við Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Safnahús Borgarfjarðar.

Við viljum benda á að það borgar sig að bóka gistingu snemma til að tryggja
sér öruggt pláss fyrir þessa helgi!

Yfirskrift ráðstefnunar er að þessu sinni Á mótum heima. Yfirskriftin vísar
til hlutverks þjóðfræðingsins sem oftar en ekki er að fást við efni sem
hvílir á mótum heima; heima fortíðar, nútíðar eða framtíðar; þess
efniskennda og þess óhlutbundna; þess sýnilega eða hulda í menningu okkar;
þess sem stendur fyrir utan og fyrir innan; heima þar sem ólíklegustu
þættir mannlegrar tilveru mæta þjóðfræðinni og það er hlutverk
þjóðfræðingsins að ná utan um efnið og miðla því til annarra.

Þjóðfræðin er þverfagleg og vísar yfirskriftin einnig til þeirrar nálgunar,
að nálgast viðfangsefnið með fjölbreyttum aðferðum sem sóttar eru í ólíka
heima fræðanna.

Til að greiða fyrir herlegheitin skal millifæra á Félag þjóðfræðinga á
Íslandi fyrir sunnudaginn 20. ágúst og senda kvittun á
felagthjodfraedinga at gmail.com.
Kt. 630299-3149
Rkn. 0137-26-145667

*Drög að dagskrá ráðstefnunar (birt með fyrirvara um breytingar):*

*Við vekjum sérstaka athygli á því að opið verður á Safnahúsi Borgarfjarðar
á föstudeginum og sunnudeginum og frír aðgangur fyrir ráðstefnugesti.
Auglýst nánar síðar.*

*Föstudagurinn 29. september*
18:00 Móttaka og setning Landsbyggðarráðstefnu FÞÍ

*Laugardagur 30. september*
Kl 9:00 Málstofa
Kl 11:30 Hádegismatur
12: 15 Málstofa
14:30 Farið verður í skoðunarferð um Stykkishólm þar sem komið verður við á
áhugaverðum stöðum.
18: 30 Kvöldmatur
20: 00 Samvera

*Sunnudagur 1. október*
Kl 11: 00 Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi
Dagskrá aðalfunds verður auglýst sérstaklega.
12:00 Ráðstefnunni er formlega lokið og hádegismatur (sérskráning)
13:00 Í boði verður gönguferð upp á Helgafell

Ef einhverjar spurningar kvikna má endilega senda okkur póst á
felagthjodfraedinga at gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur!


More information about the Gandur mailing list