[Gandur] Húmor á viðsjárverðum tímum - rafrænn viðburður 4. júní

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sun May 31 23:28:15 GMT 2020


Fimmtudaginn 4. júní kl. 18:00 mun Félag þjóðfræðinga á Íslandi standa
fyrir rafrænum viðburði.

Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði, flytur erindið: „Ertu búinn að spritta
á þér fokking hendurnar, Einar Áskell?“ Húmor á viðsjárverðum tímum.

Á dögum kórónuveirunnar er gríni dreift um samfélagsmiðla sem aldrei fyrr.
Húmor á viðsjárverðum tímum hefur lengi verið viðfangsefni þjóðfræðinga.
Sem dæmi hafa stórslys, hryðjuverk og efnahagshrun öll verið
umfjöllunarefni í vægðarlausum „gálgahúmor“. Þjóðfræðingar greina það
stundum sem leið til að verjast eða losa um erfiðar eða bældar
tilfinningar. Í þessum fyrirlestri fjallar Kristinn um það hvernig
alþýðlegt, og stundum óheflað, grín er notað til að orða og deila erfiðri
reynslu og koma böndum á furðulegar aðstæður.

Þórdís Edda Guðjónsdóttir þjóðfræðingur mun svo segja frá Facebook hópnum
Þjóðfræðisöfnun - Covid 19 þar sem rúmlega 1200 manns safna bröndurum og
öðru þjóðfræðiefni, svokölluðu Facelore, tengdu veirunni.

Viðburðurinn fer fram í gegnum fjarfundarforritið zoom og verður slóðinni
deilt á facebook viðburðinum sem nálgast má hér:
https://www.facebook.com/events/598667434340108/

Öll velkomin 😄

Kær kveðja,
Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list