[Gandur] Miðasala hafin fyrir Þorrablót

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Feb 5 11:55:53 GMT 2020


Miðasalan er hafin fyrir Þorrablót FÞÍ og Þjóðbrókar!

Hægt er að kaupa miða í Odda í Háskóla Íslands í dag (5. febrúar) á milli
kl. 11-15 og á sama tíma fimmtudag og föstudag í þessari viku.

Þeir sem ekki komast á Háskólasvæðið og langar í miða eru beðnir um að
senda póst á felagthjodfraedinga at gmail.com eða hafa samband við okkur í
gegnum Facebook-síðu félagsins.

Þorrablótið verður haldið föstudagskvöldið 14. febrúar í Akóges salnum, á
3. hæð í Lágmúla 4.

Húsið opnar 18:00 og borðhald hefst 19:00. Það verða margvísleg skemmtiatriði,
minni karla og kvenna, vikivaki, gleði og gaman!

Veisluþjónustan Soho mun sjá um veitingar og líkt og undanfarin ár
verður þorramatur
í forrétt. Í aðalrétt verður svo hunangs og salvíu og lime marineruð
kalkúnabringa, kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri bérnaise og innbökuð
hnetusteik Wellington fyrir grænkera. Í eftirrétt verður frönsk súkkulaði
mousse terta með perum og vanillusósu.

Á staðnum er enginn bar svo gestum er frjálst að hafa með sér eigin drykki.

Miðaverð er 6500 kr. fyrir félaga í Þjóðbrók og Félagi þjóðfræðinga á Íslandi
og 7500 kr. fyrir aðra.

Hlökkum til að sjá ykkur!


More information about the Gandur mailing list