[Gandur] Þjóðfræðigleraugun 2019

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Thu Sep 19 11:47:01 GMT 2019


Hæhæ,

Miðvikudaginn 25. september kl. 17:15-18:35 munu nokkrir þjóðfræðingar
kynna efni nýlegra BA ritgerða sinna á Þjóðfræðigleraugunum 2019.
Viðburðurinn verður í Háskóla Íslands, í Veröld (Vigdísarhúsi) stofu 008.

Eins og við vitum öll eru ritgerðir í þjóðfræði einstaklega áhugaverðar og
skemmtilegar og gefst hér einstakt tækifæri til að fræðast um margt á
stuttum tíma.

Þeir þjóðfræðingar sem munu segja frá ritgerðum sínum í þetta skiptið eru:

Fjóla K. Guðmundsdóttir - Hulduheimafæðingar: Þróun og einkenni íslenskra
ljósmóðursagna á 19. og 20. öld.

Vigdís Lilja Guðmundsdóttir - „If I am a star, the people made me a star.
No studio, no person, but the people did.“ Lífsferill Marilyn Monroe og
áhrif hennar á poppmenningu.

Ragnhildur Sara Arnarsdóttir - „Hátíð fyrir þá en þetta er dálítið kreisí
fyrir hina.“ Upplifun fólks af Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Thelma Björgvinsdóttir - “...svo miklar drossíur” Silver Cross barnavagnar
- saga, menning og fortíðarþrá í íslensku samfélagi á 20. og 21. öld

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Félags þjóðfræðinga á Íslandi og
Þjóðbrókar og eru allir velkomnir!

Eftir Þjóðfræðigleraugun munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann
og halda fjörinu áfram þar.

Kær kveðja,
Félag þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list