[Gandur] Eftirpartý Þjóðarspegils og kvikmyndasýning í nóvember

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sun Oct 27 12:58:37 GMT 2019


Það er eftirpartý!

Eftir *Þjóðarspegilinn*, *föstudaginn 1. nóvember klukkan 18:00* ætlum við
að hittast á* Skúla Craft bar *og fagna, spjalla og skemmta okkur saman
langt fram eftir kvöldi!

Boðið verður upp á bjór og vín á meðan birgðir endast og eftir það fá
þjóðfræðingar vel valda drykki á Happy hour verði!

Það verður nóg af æsispennandi málstofum í þjóðfræði og safnafræði á
Þjóðarspeglinum líkt og undanfarin ár og hlökkum við mikið til.

Hér má nálgast Facebook viðburð fyrir partýið:
https://www.facebook.com/events/728944510954619/

----

*Mánudaginn 11. nóvember kl.17:15 *mun Prófessor *Catharine Raudvere* frá
Háskólanum í Kaupmannahöfn svo sýna kvikmyndina *Bosnian Muslim Women’s
Rituals: Bulas Singing, Reciting and Teaching in Sarajevo* í *Odda 101* í
Háskóla Íslands.

Catharine mun segja frá myndinni í upphafi og einnig svara spurningum eftir
sýningu hennar. Eftir sýninguna geta svo þau sem vilja fært sig yfir á
Stúdentakjallarann og haldið spjallinu áfram.

Þessi viðburður er haldinn af Félagi þjóðfræðinga á Íslandi,
Mannfræðifélagi Íslands, Þjóðbrók og Homo.

Meira er hægt að lesa um myndina á Facebook viðburðinum hér:
https://www.facebook.com/events/860659660996416/

Kær kveðja,
F.h. Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Dagrún Ósk


More information about the Gandur mailing list