[Gandur] Hópferð FÞÍ á listasýninguna ANDSPÆNIS

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Thu Oct 10 19:54:20 GMT 2019


Hæhæ, Miðvikudaginn 16. október kl. 17:00 ætlar Félag þjóðfræðinga á
Íslandi í hópferð á listasýninguna Andspænis sem að þeir Þrándur
Þórarinsson og Hugleikur Dagsson standa fyrir í Gallery Port. Sýningin er
innblásin úr íslenskum þjóðsagnaarfi og eitthvað sem að enginn
þjóðfræðingur má láta framhjá sér fara. Þrándur Þórarinsson mun hitta okkur
á sýningunni og segja aðeins frá henni.

Í lýsingu á sýningunni segir:
Í ANDSPÆNIS sækja þeir sína uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum
þjóðsagnaarfi. Í hverju verki fyrir sig etja þeir saman goðsögnum. Þrándur
túlkar það í málverki og Hugleikur í myndasögu. Hér er að finna bardaga
eins og Skoffín andspænis Skuggabaldri, Bakkabræður andspænis
Lagarfljótsormi og að sjálfsögðu Sæmund Fróða andspænis Kölska.

Eftir að við höfum skoðað sýninguna getum við svo fengið okkur sæti á
nálægum bar og haldið spjallinu áfram. Hlökkum til að sjá ykkur - Félag
þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list