[Gandur] Allir í leikhús!

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Thu Jan 31 19:36:34 GMT 2019


Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í hópferð Félags þjóðfræðinga í
leikhús!

*Sunnudaginn 10. febrúar kl. 19:30* ætlum við að skella okkur í
*Þjóðleikhúsið* að sjá sýninguna *Velkomin heim* sem að þjóðfræðingurinn
Andrea Vilhjálmsdóttir hefur unnið að að undanförnu. Eftir sýninguna verða
svo umræður í leikhúsinu og erum við mjög spennt!

Meðlimir í félaginu fá *50% afslátt* af miðanum og er hann því á *3100 kr*.
með afslættinum.* Afsláttinn verður að virkja 1. febrúar og lýkur
skráningunni því á miðnætti þann dag *og verður að leggja inn á félagið til
að staðfesta kaupin.

*Makar eru einnig velkomnir *með og fá afslátt af miðaverðinu!

Kennitala: 630299 - 3149
Reikningsnúmer: 0137-26-145667

*Skráningin fer fram hér:* https://goo.gl/forms/oo5m9lBydSamn60p1
<https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fgoo.gl%2Fforms%2Foo5m9lBydSamn60p1%3Ffbclid%3DIwAR1DRrceeYp_oSk1y5x2U97PFDzjSJrEHsqakMh67imqGWP9lnQ0oz_x3mE&h=AT1cfADbGm0qpp_G-QoLbGJ0a5ysgCZ6EQTPA3aoqqcmlYL4vm6g2jDZfrCbIXKBknAdx1nBB9ejOVBdsNrEsnglpLC7GQpvuSb0jZRdJVcHVSr8FJZGZTP7RyOky4CmLQ>

*Athugið:* Ef einhverjir óska eftir því að fá að borga eftir mánaðarmótin
má endilega hafa samband við okkur á felagthjodfraedinga at gmail.com og við
finnum út úr því. Ef einhver kemst ekki með okkur í hópferðina en langar að
sjá sýninguna á öðrum tíma má einnig hafa samband við okkur til að nálgast
afsláttarkóða.

Hér má lesa um sýninguna:
Vala Rún fæddist á hrísgrjónaakri í Taílandi um miðja 20. öldina. Hún veit
ekki hvenær hún á afmæli, bara að hún fæddist einhvern tímann á
monsúntímabilinu. Hún kynntist aldrei föður sínum, missti móður sína sex
ára og var meira og minna á eigin vegum eftir það. Árið 2019 stendur dóttir
hennar á leiksviði í Þjóðleikhúsinu, fyrsta konan af asískum uppruna sem
útskrifast af leikarabraut Listaháskóla Íslands.

Í leiksýningunni Velkomin heim! segir leikkonan María Thelma Smáradóttir
sögu móður sinnar, fjallar um líf hennar í Taílandi og reynslu hennar þegar
hún kom fyrst til Íslands fyrir 26 árum.

Völu Rún fannst hún aldrei eiga heima neins staðar í Taílandi. Á Íslandi
leið henni eins og hún væri komin heim, og þó þekkti hún hér engan fyrir og
talaði ekki tungumálið. Hvað er það að eiga heima einhvers staðar? Hvað er
heimaland?

Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning. Verkefnið er styrkt af mennta-
og menningarmálaráðuneyti - leiklistarráði.

*Hlökkum til að sjá ykkur!*

Kær kveðja,
Félag Þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list