[Gandur] Dagskrá Félags þjóðfræðinga í febrúar og mars

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Jan 25 12:47:36 GMT 2019


Hæhæ,

Takk fyrir einstaklega skemmtilega gleðistund í gær :) Hérna koma
upplýsingar um viðburði framundan hjá Félagi þjóðfræðinga í febrúar og
mars, hlökkum til að sjá ykkur!

Í febrúar verður nóg skemmtilegt um að vera:
Við vorum svo heppin að fá frábært tilboð á leiksýninguna *Velkomin heim* sem
sýnd er í Þjóðleikhúsinu og þjóðfræðingurinn Andrea Vilhjálmsdóttir stendur
að. Af því tilefni verður blásið til hópferðar í leikhús sunnudaginn 10.
febrúar kl. 19:30. Hægt er að fræðast meira um sýninguna *hér
<http://www.leikhusid.is/syningar/velkomin-heim?fbclid=IwAR0Q2ntJD22C_B0RLCS9xlb5QSB8SmWkRdzLjNx9SCT91Puee-Y_bYtAgC8>*
og
svo skrá sig í beinu framhaldi með því að ýta *hér
<https://docs.google.com/forms/d/1cG1toRCzTmcZvxboEB2U9f86qr-o3DrP4jmCAzwcjp0/edit>*
 en skráningu lýkur 31. janúar.
*Smáa letrið: Ef einhver kemst ekki með okkur í hópferðina en langar að sjá
sýninguna á öðrum tíma má hafa samband við okkur til að nálgast
afsláttarkóða á felagthjodfraedinga at gmail.com.

Mánudaginn 11. febrúar ætlum við að fá kennslu frá Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur. Tíminn hefst klukkan 20:00 og er í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Þessu má enginn missa af, kjörið tækifæri til að læra nokkur ný múv fyrir
Þorrablótið.

Þorrablótið verður svo haldið föstudaginn 15. febrúar. Hlökkum við mikið
til en miðasala og allar nánari upplýsingar eru væntanlegar, þið skuluð
allavega taka daginn frá strax!

Föstudaginn 1. mars verða frábærir tónleikar með tónlistarmanninum Einar
Selvik í Norræna húsinu en hann er nýbúinn að gefa út nýja plötu.
Upplýsingar um miðasölu fyrir tónleikana koma einnig fljótlega en meðlimum
í Félagi þjóðfræðinga munu bjóðast þeir á kostakjörum. *Hér
<https://www.youtube.com/watch?v=aqhhlmz6gik>* er hægt að hlusta á tónlist
með Einari til að hita upp.

Þriðjudaginn 5. mars klukkan 17:15-18:30 á Háskólasvæðinu verða svo
fyrirlestrar útskrifaðra MA nemenda í þjóðfræði. Þjóðfræðingarnir Jan Aksel
Harder Klitgaard og Vilborg Bjarkadóttir munu segja frá rannsóknum sínum.

Upplýsingar um viðburði í apríl og maí munu svo týnast inn þegar nær dregur
en þá verður til dæmis ráðstefnan Litla SIEF, fjölskyldudagur Félags
þjóðfræðinga og Þjóðbrókar, aðalfundur og fleira.

Kær kveðja,
Félag þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list