[Gandur] Þjóðfræðigleraugun 2018

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Sep 26 17:48:59 GMT 2018


Þjóðfræðigleraugun 2018

Fimmtudaginn 27. september munu þrír þjóðfræðingar kynna efni nýlegra BA
ritgerða sinna í Vigdísarhúsi í stofu 008. Eins og við vitum öll eru
ritgerðir í þjóðfræði einstaklega áhugaverðar og skemmtilegar og gefst hér
einstakt tækifæri til að fræðast um margt á stuttum tíma.

Þeir þjóðfræðingar sem munu segja frá ritgerðum sínum eru:

Sandra Björg Ernudóttir flytur erindið „Ég hafði enga hugmynd um það hvað
það var að vera Íslendingur [...], þar til ég fór þangað“:
Sjálfsmyndasköpun ungra Vestur-Íslendinga á 21.öld

Á hverju ári kemur hópur fólks á aldrinum 18-28 ára til Íslands. Þau eiga
það sameiginlegt að vera af íslenskum ættum en forfeður þeirra fluttust
vestur yfir haf um aldamótin 1900. Skoðað verður hvernig íslensk arfleið
þeirra hefur áhrif á hversdagslegt líf sem og hvernig lífsreynslan við að
koma á slóðir forfeðra sinna breytti hugsunarhætti þeirra um Ísland.

María Sif Bergþórsdóttir flytur erindið Íslenskar sjómannskonur á 20. og
21. öld: Innri ímynd og fjölskylduhættir

Þetta erindi fjallar um rannsókn á Íslenskum sjómannskonum. Fjallað verður
um ímyndasköpun, kyngervi og tengslanet sjómannskvenna ásamt breytingu á
fjölskylduháttum á meðan eiginmenn þeirra er í landi en hópurinn virðist
móta heimveru eiginmanna sinna svo úr skapast jaðarástand innan
heimilisins.

Kristín Anna Hermannsdóttir flytur erindið „Hvernig líður Vilfríði Völufegri
núna?" Tilbrigði við ævintýragerðina AT 709 í íslenskum 17., 18., og 19.
aldar handritum

„Sagan af Vilfríði Völufegri“ kemur fyrir í Íslenzkum þjóðsögum og
æfintýrum Jóns Árnasonar en tilbrigði við þetta ævintýri (AT 709) er að
finna í íslenskum handritum aftur til 17. aldar. Í ritgerðinni er fjallað
um mismunandi tilbrigði ævintýrisins í 17., 18. og 19. aldar handritum.
Markmið ritgerðarinnar er að nýta þessi tilbrigði til að varpa ljósi á
kenningar fræðikonunnar Ruth B. Bottigheimer um flokkun ævintýra í ris- og
viðreisnarævintýri en skrif Bottigheimer hafa á síðastliðnum árum verið
mjög umdeild meðal þjóðfræðinga.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Félags þjóðfræðinga á Íslandi og
Þjóðbrókar og eru allir velkomnir!

Eftir Þjóðfræðigleraugun munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann
og halda fjörinu áfram þar.

Hér má finna viðburðinn á facebook:
https://www.facebook.com/events/282375675707752/


More information about the Gandur mailing list