[Gandur] Haustferð í Íslenska bæinn

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Sep 19 12:10:19 GMT 2018


Laugardaginn 22. september ætlum við í Félagi þjóðfræðinga á Íslandi að
bregða undir okkur betri fætinum og skella okkur í heimsókn í
menningarsetrið Íslenska bæinn. Hann er staðsettur í Flóahreppi, 7 km.
sunnan við Selfoss, en við munum sameinast í bíla frá Höfuðborgarsvæðinu.

Dagskrá:

15:00 Bjarni Harðarson með sprell á Selfossi.
16:30 Lummukaffi í Vöðlakoti
17:15 Leiðsögn og fyrirlestur með Hannesi Lárussyni
19:00 Fordrykkur
19:30 Kvöldmatur, kjötsúpa og grænmetissúpa, langspil, leikur, kveðskapur
og kvöldvaka!
22:00 Áætluð heimferð

Verð í ferðina er 4500 kr. fyrir meðlimi félagsins en 5500 kr. fyrir þá sem
eru ekki skráðir í félagið.
Skráning fer fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeB69RUsjO58IuOp9NyYio5tkgtOdNkHPf8da_gbCPd1zRHrA/viewform
<https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeB69RUsjO58IuOp9NyYio5tkgtOdNkHPf8da_gbCPd1zRHrA/viewform>
Ef þú ert ekki skráð/ur en vilt kippa því í liðinn má senda póst á
felagthjodfraedinga at gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur!


More information about the Gandur mailing list