[Gandur] Dagskrá Félags þjóðfræðinga á næstu mánuðum

Sögusmiðjan sogusmidjan at strandir.is
Tue Sep 4 13:03:03 GMT 2018


Laugardagskvöldið 8. september 2018 verður haldin árleg 
þjóðtrúarkvöldvaka í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á 
Ströndum, í samvinnu Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistfofu og 
Sauðfjárseturs á Ströndum. Kvöldvakan ber að þessu sinni yfirskriftina: 
Á mörkum lífs og dauða.

Yfirleitt hefur verið rætt um óvenjuleg og stundum dálítið ógnvænleg 
efni á þessum kvöldvökum og svo verður áfram. Fyrirlesarar á 
kvöldvökunni að þessu sinni eru:

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur - Er andi í glasinu?
Jón Jónsson þjóðfræðingur - Ýluskarð og Skæluklöpp: Útburðir í íslenskri 
þjóðtrú
Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor í safnafræði við HÍ - Bara 
annarsstaðar: Um ljósmyndir af látnum.

Kvöldvakan verður í félagsheimilinu Sævangi, þar sem Sauðfjársetur á 
Ströndum er til húsa, og hefst kl. 20:00. Á boðstólum verður 
kynngimagnað kvöldkaffi og tónlistaratriði til skemmtunar sem Skúli 
Gautason sér um.

Verð fyrir veitingar er kr. 1.800.- en frítt er á viðburðinn sjálfan.

Bestu kveðjur, Jón Jónsson
Rannsóknasetur HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa




More information about the Gandur mailing list