[Gandur] „...og það er stelpa allt í einu á mixernum!“ Upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Jan 8 15:44:04 GMT 2018


*Fimmtudaginn 11. janúar kl 16.00 í Safnahúsinu á Hverfisgötu*


*Fyrirlestur Auðar Viðarsdóttur upp úr MA- ritgerð sinni í þjóðfræði*


Gleðilegt ár öll, við í félagi þjóðfræðinga byrjum árið á þessum mjög svo
áhugaverða fyrirlestri þjóðfræðingsins Auðar Viðarsdóttur um upplifun
tónlistarkvenna af tækni í tónlist.


Ekki láta þetta fram hjá þér fara.




*Nánar um efnið hér fyrir neðan*


*„Það eru bara eiginlega allir raftónlistarmenn nema að þeir séu eitthvað
bara að spila á gítar ekki með rafmagn. Og samt, ef maður sjálfur gengur
fyrir rafmagni. Allur líkami manns er bara eitthvað svona rafmagn. Þannig
það eru eiginlega allir raftónlistarmenn“*


Hvernig fólk notar og hugsar um hluti getur sagt ótrúlega margt um mannlega
tilveru. Við erum flækt í efnisheiminn og efnisheimurinn er hlaðinn
hugmyndum og áhrifum sem við gerum okkur ekki endilega grein fyrir í
daglegu lífi. Í samtímanum er stór hluti af efnisheiminum jafnframt hlaðinn
rafmagni. Við erum umkringd tækjum og tólum sem auðvelda okkar daglega líf
(þó svo að stundum virðist hið gagnstæða eiga betur við). Tækni getur líka
glætt tilveruna töfrum og gert okkur mögulegt að nýta sköpunarkraftinn á
fjölbreyttan hátt, búa eitthvað til og deila því með öðrum.


Í þessum fyrirlestri mun Auður kynna meistararannsókn sína sem fjallar um
hvernig tónlistarkonur nýta sér tækni í tónlistarsköpun. Rannsóknin dregur
einnig fram samfélagslegt og menningarlegt samhengi tónlistarsköpunar
kvenna, en tækni og tónlist sameinar tvö svið sem eru áberandi karllæg.
Efnisheimur tónlistarsköpunar er markaður af hugmyndum sem byggja á
aldagamalli tvíhyggju og geta haft margvísleg áhrif á upplifun og athafnir
tónlistarkvennanna.


Markmið allra þátttakenda rannsóknarinnar er þó fyrst og fremst að gera
sína tónlist og gera hana vel. Þær hafa farið ólíkar leiðir að markmiðum
sínum og staðið frammi fyrir ýmsum flækjum þegar kemur að tæknilegu
hliðinni, hvort sem um er að ræða snúrurnar í æfingarýminu eða ýmislegt sem
fylgir því að vera eina konan á svæðinu.

<https://www.avast.com/sig-email?utm_medium=email&utm_source=link&utm_campaign=sig-email&utm_content=webmail&utm_term=icon>
Virus-free.
www.avast.com
<https://www.avast.com/sig-email?utm_medium=email&utm_source=link&utm_campaign=sig-email&utm_content=webmail&utm_term=link>
<#m_7797331640111495537_DAB4FAD8-2DD7-40BB-A1B8-4E2AA1F9FDF2>


More information about the Gandur mailing list