[Gandur] Þorrablót á föstudaginn! Miðasölu líkur á morgun!

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Feb 14 19:23:04 GMT 2018


ÞORRABLÓT FÖSTUDAGINN 16. FEBRÚAR!

Nú styttist í þorrablót Þjóðbrókar og félags þjóðfræðinga á Íslandi en það
er núna föstudaginn 16. febrúar! Eins og venjulega verður dýrindis matur,
frábærar skreytingar, bráðfyndin skemmtiatriði og happdrætti!

Það er breytt staðsetning í ár, nú verðum við í Húnabúð í Skeifunni 11a.
Húsið opnar klukkan 18:00 með fordrykk og myndahorni en borðhald hefst
klukkan 19:00. Öllum er velkomið að hafa eigin drykki meðferðis. Flutt
verða minni karla og kvenna, skemmtiatriði, söngur, vikivaki og fleira
skemmtilegt.


SÍÐASTI DAGUR MIÐASÖLUNNAR ER Á MORGUN, FIMMTUDAGINN 15. FEBRÚAR Á KL.
12-15 Í ODDA!


Ef einhver kemst ekki á staðinn megið þið endilega hafa samband við Félag
þjóðfræðinga og við göngum í málið.

Miðaverð
Félagsmenn Þjóðbrókar og FÞÍ: 6500 kr.
Aðrir: 7500 kr.

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Líkt og í fyrra sér Soho um matinn og matseðilinn hljómar svo:

Úrval af þorramat í smáréttar stíl:
• Sviðasulta og rófustappa,
• Hrútspungar súrir
• Hákarl
• harðfiskur og smjör
• Fyllt Egg
• Síldar réttir
• Flatkökur með hangikjöti
• Soho Salat fyrir grænkera
• Blandað brauð með, rauðu pesto og smjöri

AÐALRÉTTIR skornir fyrir á staðnum:
• Hunangs, rosemarine og engifer marineruð kalkúnabringa á brauð og
hnetufyllingu með villisveppasósu
• Hvítlauksstungið og kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri
• Innbökuð nautalund Wellington
• Hnetusteik með salsa og Grískri yougúrt framreidd með cous cous

Meðlæti:
• Hunangs rosemarine og engifer-gljáðar lífrænt ræktaðar gulrætur
• Kartöflu gratin í rjóma hvítlauksostasósu
• Sveita kartöfluréttur , sætar og bökunarkartöflur ásamt grófskornu
miðjarðarhafs grænmeti og kryddjurtum sbr, rosemarine, thyme, hvítaluk,
ólífuolíu og maple sýrópi
• Restin af forréttum og salat látið halda sér út borðhaldið..
• Cesar salat


More information about the Gandur mailing list