[Gandur] Skjól og skart – handverk og saga íslensku búninganna

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Feb 2 13:22:50 GMT 2018


 Miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20:00 ætlum við að hittast og horfa á
kvikmyndina Skjól og skart – handverk og saga íslensku búninganna. Myndin
verður sýnd upp í Háskóla í Odda 101. Ásdís Thoroddsen höfundur myndarinnar
verður viðstödd og mun svara spurningum áhorfenda að myndinni lokinni. Svo
ætlum við að skella okkur á Stúdentakjallarann saman og halda umræðunum
áfram.

Hlökkum til að sjá ykkur, frítt inn og allir hjartanlega velkomnir!

Lýsing á myndinni er hér fyrir neðan:

Það er vinsæl iðja „að koma sér upp búning“. Verkið allt er tímafrekt og
getur orðið afar dýrt. Hvers vegna tekur fólk sér þetta fyrir hendur þegar
búningarnir eru næstum aldrei bornir nú á dögum?

Hópur kvenna tekur þátt í námskeiði til að sauma upphlut og peysuföt. Á
meðan þær stunda saumaskapinn segja þær hvers vegna þær eru að gera þetta
og hvað þetta táknar fyrir þær. Út frá samræðum kvennanna kvikna spurningar
sem leitað er svara við, hvort um er að ræða pólitíska þýðingu búninganna á
19. öld eða nýr háttur að bera þá. Eftir því sem verki þeirra vindur fram
er sýnt handverk búninganna; vefnaðurinn, víravirkið, útsaumurinn,
jurtalitunin, knipplunin.

Þetta er kvikmynd um fallegt handverk, hlaðið tilfinningu, menningarsögu og
– pólitík.


More information about the Gandur mailing list