[Gandur] Auður djúpúðga – sagan öll

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Thu Oct 19 14:51:06 GMT 2017


Félag þjóðfræðinga á Íslandi efnir til hópferðar á sýningu Vilborgar
Davíðsdóttur Auður djúpúðga – sagan öll á Söguloftinu á Landnámssetri
Íslands í Borgarnesi 11. nóvember næstkomandi.


Hér fer Vilborg Davíðsdóttir með okkur í ferðalag um sögu landnámskonunnar
Auðar Ketilsdóttur sem byggir á skáldsögum hennar um Auði en líka þeim
rannsóknum sem hún hefur stundað í tengslum við þessi skrif og fleiri.
Nánar um sýninguna hér http://www.landnam.is/vidburdir/
<https://l.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.landnam.is%2Fvidburdir%2F&h=ATPO2x5Yfey3faaAk1dbaLckZgBfI1BwvkxrcNrDL8FDO8yrNEQqixaVOLEkUIKg9fuPCN1Imbs5CjkbQhITifLiSA9C4YyOWjIpFud7L8sLgTAbKN66sZN-oW5SY2YYktlcUQoM_Q>


Eigum notalega kvöldstund saman (sameinums í bíla) og þeim sem vilja njóta
þess sem landnámssetrið hefur upp á að bjóða bendum við á að leggja snemma
af stað, fara á sýningar þeirra um Egilssögu og landnám Íslands sem og fá
sér kvöldverð áður en sýning hefst. Tilboð er á kvöldverði fyrir
sýningargesti (nauðsynlegt að panta borð tímanlega).


Áhugasömum er bent á að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á
felagthjodfraedinga at gmail.com fyrir *1. nóvember.*

Þeir sem en eiga eftir að ganga í félagið bendum við einnig á að senda
okkur póst og koma og vera með (árgjaldið er 2700 kr. auk seðilsgjalds).



Miðaverð fyrir félagsmenn er 2000kr. (3000kr fyrir aðra).

Bestu kveðjur

stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list