[Gandur] Vegna útialtaris?==?utf-8?q? að Esjubergi á Kjalarnesi

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir hsb3 at hi.is
Mon Jul 31 19:33:52 GMT 2017


 
Sælir  kæru þjóðfræðingar!
 
Samkvæmt Landnámu og Kjalnesinga sögu stóð vagga keltnesk-kristinnar trúar á Kjalarnesi en þar segir að Örlygur Hrappson hafi byggt kirkju um 900, elstu kirkju landsins sem getið er um í ritheimildum. Örlygur og fleiri landnámsmenn, á suðvestur- og vesturhluta Íslands, komu frá Suðureyjum Skotlands og Írlandi og aðhylltust margir þeirra keltneska kristni. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið smíði útialtaris, í landi Esjubergs. Það er reist til minningar um kirkju Örlygs og hina keltnesku arfleifð okkar, um sögu okkar Íslendinga og menningu. Í útialtarinu verður stundað helgihald að kristnum sið, þar má hafa skírnir, giftingar og fl. 

Við viljum með þessu verkefni einnig leggja áherslu á útiveru í fögru umhverfi á einu vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar. Í keltneskri kristni var áhersla lögð á fegurð og dýrkun náttúrunnar svo það á vel við hér. Altarið á Esjubergi er við gönguleið sem  liggur upp á Kerhólakamb Esju. Í framtíðinni er ætlunin að koma á tengingu við aðalgönguleiðina á Esju, Þverfellshornið, með stíg að altarinu sem tengist hinni gömlu póstleið í hlíðum Esju en margir eru áhugsamir um hana og þá sögu sem hún geymir. Altarið er einnig góður staður til áningar fyrir göngufólk og til hugleiðinga og slökunar í fagurri náttúru undir Esjuhlíðum. Fjallið sem dregur tugþúsundir manna til sín á ári hverju.  Allir eru að sjálfsögðu velkomnir að altarinu á Esjubergi.     
          
Sögufélagið Steini stendur fyrir söfnun á karolinafund vefnum fram að miðnætti aðfararnætur 5. ágúst. Þar eru nánari upplýsingar um verkefnið, aðstandendur þess og aðdraganda að verkinu, auk ljósmynda og teikninga af altarinu á mismunandi byggingarstigum, sbr. síðuna okkar: 

https://www.karolinafund.com/project/view/1625


Á síðunni okkar er boðið upp á átta mismunandi styrktarupphæðir. Við greiðslu þriggja lægstu upphæðanna (frá 1200 kr), fá styrkveitendur nafn sitt skráð á styrktarlista sem birtist á vefsíðu Steina. Þeir sem borga fimm hærri upphæðir, fá nafn sitt skráð á skilti við altarið ásamt öðrum styrkveitendum. Allir fá eftirmynd af keltneskum krossi, blessuðum af Frú Agnesi Sigurðardóttur biskupi Íslands, sr. Þórhildi Ólafs prófasti Kjalarnessprófastsdæmis og sr. Örnu Grétarsdóttur sóknarpresti í Brautarholtssókn. 

Okkur þætti vænt um að fá stuðning frá ykkur :) 


Kær kveðja og þakkir! Fyrir hönd Sögufélagsins Steina á Kjalarnesi,

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Kjalarnesi, hsb3 at hi.is/ 6592876


ps. Ég set nokkrar myndir í viðhengi. Bendi þar á grein sr. Hreins Hákonarsonar sem birtist í mbl. í dag, 31.07.2017.





More information about the Gandur mailing list